þriðjudagur, 31. desember 2013

ÁRSUPPGJÖR PIPIOGPUPU 2013 (enn í harðri samkeppni við baggalút)

Orð ársins: MANDELA.
Krúttbangsi ársins: Ísold
Krúttulína ársins: Karólína.

Jólakort ársins: öll 10 jólakortin sem við fengum frá dætrum okkar og björguðu ömurlegri jólakortauppskeru.
Dreki ársins: ég (er dreki skv. kínverskri stjörnuspeki).

Ljóðskáld ársins: Nigella Lawson
Búið ársins: Grillo systurnar
Heimilisofbeldi ársins: Saatchi
Hætt ársins: hætti að borða sælgæti (sirkabát 100 sinnum).
Vefsíða ársins: lesbok.wordpress.com
Upphlaup ársins: gangan upp á Arthurs Seat í lakkskóm.
Íþróttamaður ársins: bróðir minn Júlían Jóhann Karl Kraftlyftingaséní.
Fyrirmynd ársins: Mona Lisa.
Eftirmynd ársins: Moa Lisa
Æði ársins: candy crush.
Afmælisbarn ársins: Árni Matthíasson.
Á ársins: Þegar ég rak littlutánna í borðfótinn í maí.
Köntrýstjarna ársins: Gram Parsons (eins og alltaf).
Áramótaheit ársins: að sleppa áramótaheitum.
Flipp ársins: Alþingiskosningarnar í vor. 
Flopp ársins: Ríkisstjórnamyndun.
Vísindabók árþúsundsins: Herodotus, Rannsóknir.
Villa ársins: Vodafonesímahneykslið
Gereyðingarvopn ársins: Núverandi ríkis(ó)stjórn.

Smitsjúkdómur ársins: framsókn.
Viðskipti ársins: Uppsagnafrestur sjónvarpsstjóra.
Samskipti ársins: tjaldferðalag með Scott Walker og familí. 

Ferðalag ársins: Hornstrandarferð okkar hjóna
Viðskiptahugmynd ársins: Kaupa heila plötubúð á ebay sem er stödd í Lundúnum.
Leynigestur ársins: Vigdís Hauks.

Dvergur ársins: davíð oddson.
Plata ársins: Alheimurinn.
sundlaug ársins: Hús íslenskra fræða.
Þunglyndasti hundur ársins: Jett (nefnd eftir Joan Jett).

Glaðasti nágranni í heimi: Andy (eigandi Jett)
Fyrirtæki ársins: Artisan (besta kaffihúsið í Edinborg).
Skór ársins: Clarks.
Reikt stjarna ársins: Kevin Bacon.
Drasl ársins: 
Sófinn á Harrison place.
Rokkhljómsveit ársins: The Pastels
Kammersveit ársins: Kammer Arctica.
Leiðindi ársins: lengsta sumarfrí baggalúts ever.
Rödd ársins
(og síðustu áratuga): Guðni Már Henningsson
Sjónvarpsviðburður ársins: þegar karólína laumaði sér í fréttaviðtal við föður hennar.
Leki ársins: Hanna Birna í innanríkisráðuneytinu.
Pikköpplína ársins: „ég hef aldrei kosið framsókn“
Vonbrigði ársins: get ekki valið á milli þingkosninga eða akreina"fækkun" Snorrabrautar.
Loddari ársins: Smálánakóngurinn Bjarni Ben.
Laddi ársins: SDG.
Kona ársins: pipiogpupu tilnefnir Móheiði Hlíf.
Dýr ársins: sæsvín.

miðvikudagur, 30. október 2013

götóttur bloggmarkaður

"a system of government by the whole population or all the eligible members of a state. Eða eins og google vildi þýða það: Democracy (Greek demos, people, and kratos, authority) Government that the people exercise sovereignty
pipiogpupu rís upp úr lengsta sumarfríi í sögu pipi til þess eins að ná að slá helsta andstæðingi sínum þeim í baggalúti við sem eru í enn lengra sumarfríi og við það myndast auðvitað brjálæðislegt gat á fyndna bloggmarkaðnum...ég er meira að segja að spá í að breyta um nafn TADADADA í Baggalútur.blogspot.uk....
Ég lofa að endurvinna fullt af bröndurum frá baggalúti og enn fyndnari brandarahöfundum já og ef þýðinga er krafist reyni ég að notast eingöngu við slæmar google translate þýðingar...(af því það er svo fyndið). Annað umfjöllunarefni verður um það hversu mikið ég er farin að þrá sumarið aftur já og sumarfríið.
hvað finnst ykkur?
HALLÓ

er einhver?


miðvikudagur, 24. júlí 2013

þriðjudagur, 16. júlí 2013

sumarfrí á Íslandi

af öllum stöðum! hljómar líkast til verra en það er en ekkert sérlega ólíkt síðasta sumri þegar við bjuggum á þessari guðsvoluðu eyju eða hvað?
jú fullt af fólki kaus ömurlega ríkisstjórn sem er samansafn af thatcheristum og fasistum en engin vill kannast við það að hafa kosið þau. Jú þjóðin hefur slegið enn eitt metið í minnisleysi. 101 er orðin enn meira hipsterabæli og túrhestarnir hafa fleiri túrhestabúðir til að kaupa sér lopapeysur í. Það jákvæða við að dvelja á Íslandi yfir blásumarið(haustið) er að ég fylgist ekki jafn vel með facebookumræðum um nýju ríkisstjórnina og það heldur geðheilsunni í lagi. Nú svo er komið nýtt sælgæti á markaðinn: bananapipp og sterkur djúpur (það er kreisí). Ég slepp við hitabylgju á Bretlandseyjum...og fæ að upplifa nostalgíurigningasumarið mikla, hafa þrotlaust umræðuefni...þ.e. blessaða rigningasumarið, geta dvalið í sundi tímunum saman því jú það tekur því varla að þurrka sig þegar það er alltaf rigning. Umfram allt auðvitað að fá að hitta vinina og ættingjana...ef ég er ekki búin að hitta þig þá er ég ekki að hunsa þig ég er bara að reyna finna tíma fyrir alla...
Nú svo er rigningasumarið ágætt þegar ég þarf að fara í gegnum heilt bókasafn í kjallara í Norðurmýri og komast að því að pabbi á stærsta ljóðabókasafnið í Norðurmýri, Höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar...
áfram rigning!
og já þið kusuð þetta yfir ykkur...

sunnudagur, 26. maí 2013

djíses píses


Í sjónvarpinu er enn einn húsaþátturinn á dagskrá...ég og yngri dóttir mín höfum sérlegt dálæti á þeim. Annað sem má treysta á að sé á dagskrá á einhverjum af bbc stöðvunum er heimildaþáttur um lestar eða lestakerfin hér í Bretlandi...þeir virðast vera með þrennt gersamlega á heilanum, lestar, konungsfjölskyldan og fasteignaþættir hvers konar.

Bretarnir virðast elska að endurgera gömul hús með frekar misjöfnum árángri. Stundum eru þeir svo stórhuga að það er alveg út í hött, ég hef til dæmis komist að því að sum fínu hverfin í London eru mörg hver niðurgrafin því ríka fólkið kemur ekki fyrir sundlaugum og tennisvöllum í gömlu georgísku eða viktoríönsku húsunum sínum og hefur því brugðið á það ráð að byggja risavaxna og lúxusvædda kjallara.

 Í kvöld lenti ég í miðjum húsaþætti þar sem var verið að heimsækja húðflúrara sem höfðu endurgert litla kirkju/kapellu á frekar smekklegan hátt. Kapellan virtist vera mjög gömul líkast til 100+ og hafði þurft að búa til nýja hæð, þar var aðalmálið að baðherbergið væri stórt en börnin fengu pínulítil herbergi undir súð...jæja hvað um það mér þótti þetta allt saman frekar snoturt og krúttlegt þar til ég sá garðinn sem var þakinn risavöxnum LEGSTEINUM. Það fyrsta sem kom mér í hug var svipurinn á Marillu (fósturmóður Önnu í Grænuhlíð) sem ég er að lesa fyrir stelpurnar, jú hún er líkast til guðhræddasta manneskja sem ég veit um og Guð Minn Góður (ég leyfi mér hégóma enda opinberlega atheisti) Marilla hefði líkast til verið orðlaus af hneykslan en Anna hefði líkast til verið langt frá því að vera orðlaus...En er það ekki soldið #ekkiílagioggjörsamlegaútíhött að búa í miðjum kirkjugarði?  Og það jafnvel þó maður sé frjálslyndur húðflúrari úr stórborginni sem hefur mestan áhuga á því að hafa stórt baðker heima hjá sér. Eða er ég svona hrikalega gamaldags, draugahrædd og já jafnvel líkari Marillu en ég hefði nokkru sinni getað ímyndað mér. Í lokin mátti sjá fjölskylduna grilla út í garði og krakkana leika sér á milli legsteinana...djíses píses.

mánudagur, 20. maí 2013

veðurþvaður

já, ég veit ég er enn og aftur að stela mynd frá einhverjum  aumum listamanninum...en ég meina common þessi átti það skilið.
Í dag var svona útlandaheitt, rakt og útlandalykt í loftinu og svo var einhver undarleg spenna í loftinu. Fremur þungskýjað og eins og skýin væru í þann veginn að springa en samt ekki. Síðan fór að rigna, mér létti og hjólaði heim í þægilegri volgri rigningu. En síðan um leið og ég var búin að ganga frá hjólinu hófst alvöru hellidemba sem entist í einhverja tíma. Svona demba þar sem hver dropi virðist vera lítri og heyrist svakalega hátt í þegar þeir skella á glugga eða gluggasyllur.
Þetta er auðvitað alls ekki frásögurfærandi. En hins vegar eftir þessa mögnuðu spennu í himinhvolfinu í dag þá erum við A. búin vera örmagna í kvöld, mér líður nánar tiltekið eins og það hafi verið keyrt yfir mig af franskri hraðlest. Stelpurnar voru frekar önugar, Karó tók a.m.k tíu skyndifýlur, Ísold sem lætur stundum eins og hún sé María Callas endurfædd tók nokkur dramaköst fyrst yfir því að það væru aðeins fjórar möffinskökur í boði í 98 ára afmælisveislu ömmu í skjólinu síðan yfir því að fá ekki ís í desert. Síðan reyndar stalst hún í ís þegar hún átti að vera löngu sofnuð og ég hafði ekki orku til að fjargviðrast yfir því...
Svo vill fólk halda því fram að sjávarföll og loftþrýstingur hafi ekki nein áhrif á okkur aumu mannskepnurnar...jeremíasminn.

fimmtudagur, 28. mars 2013

Olli Bongo

Skoska vorið minnir ekkert á Grikkland og reyndar erum við víst að upplifa kaldasta marsmánuð síðustu 30 ára.
Við mæðgurnar fórum að hitta eilífðarstúdentinn okkar niður í bæ í dag, þar sem hann bauð okkur út að borða. Staðurinn sem varð fyrir valinu heitir Olli Bongo líkast til eftir eigandanum en á matseðlinum stóð að þetta væri Anatólískur staður og þar fékkst allt frá breskum morgunverð til hamborgara og mexíkanskra vefja. Skemmst er frá því að segja að maturinn fannst mér nánast óætur, en ég át hann samt enda svöng og ég reyndi að horfa sem minnst á hamborgarann sem yngri dóttir mín fékk...
Karólína var hins vegar hæstánægð og Ísold líka sem fékk amerískar pönnukökur. Karó var á því að Olli Bongo væri vinur pabba síns og var mikið að spyrja hann hvar hann væri þegar við komum inn. Arnar sagði henni að þjónninn sem var vinalegur eldri maður væri sjálfur Olli.
Þegar leið á máltíðina sagði Karólína við mig "Mamma, ég veit hvaðan vinur hans pabba er"
"Ha, hver, hvaða vinur?" spurði ég hálf utan við mig.
"Nú, Olli Bongo"
"jááá, hvaðan er hann"
"Hann er frá Mammamía landinu" sagði skottan frekar montin og þegar ég spurði hana hvernig í ósköpunum hún vissi það, benti hún mér á allar myndirnar af hvítu húsunum sem bera við heiðbláan og sólríkan grískan himininn...
Fyrir utan hjá Olli Bongo mátti sjá snjóflygsur  og haglél fljúga um og stúdenta í ullarfrökkum ganga á móti vindi.

miðvikudagur, 13. mars 2013

HJÓLINU STOLIÐ

Missing those Girls!
pipiogpupu er misjafnlega hamingjusamt þessa daganna, veraldlegir hlutir eru að trufla hana.
í FYRSTa lagi þá var HJÓLINU stolið. Hjólinu með ákveðnu greini, því þetta var hjólið! Já þið vitið! sem ég var búin að játast og ætlaði að hjóla með í gegnum súrt og sætt ...Nei, einhver óprúttinn illa innrættur eða ákaflega örvæntingarfull mannvera varð að gera þennan draum minn að engu. Ég er að berjast við að líta jákvætt á þetta, reyna sjá lengra en að líða eins og ég hafi hent aðeins of miklum peningum út um gluggann...peningar eru peningar og þeir eru ekkert merkilegir, þeir gera konur ekkert endilega hamingjusamar og allt það. En já ég sakna hjólhestsins míns, litur hans minnti á skoskan næturhiminn...Já það er hræðilegt að vera svona snobbaður, þetta kennir manni það. En hvað um það ég hef engu að síður mikla andúð á hjólaþjófum, mér finnst þeir fyrilitlegir.
Hitt sem er að trufla mig að venjuleg tilhlökkun fyrir afmæli er að víkja fyrir undarlegum tilfinningum því já það eru undarlegir hlutir að gerast með mig. Það er eins og mín afskaplega eðlilega öldrun sé að ganga til baka! Já í fyrsta lagi finn ég ekki gráa hárið sem ég fann (eftir mikla leit) í fyrra. Nú svo er ég að steypast í unglingaBÓLUM...vá hvað það er hvimleiður andskoti. Þar fyrir utan þá nenni ég ekki að horfa á kvikmyndir, það eina sem ég horfi á eru unglingaþættir um krakka í menntaskóla á 8-9 áratugnum (Freaks and Geeks) sem eru að gera svipaðar gloríur og ég gerði jú eða þætti um ungar konur sem búa í Greenpoint í New York, Ameríku sem virðast vera á sama þroskastigi og undirrituð. Nú til að toppa þetta undarlega kraftaverk þá er ég að umgangast fertugar skoskar mæður sem er gerir ekkert annað en að auka á þessa unglingatilfinningar mínar. Og nb. ég bað ekki um þetta furðuverk, enginn sem hefur verið bólóttur 17 ára  með of stórt nef miðað við andlit og í hrikalegri tilvistarkreppu með sjálfsefann í fyrirrúmi, vill upplifa það aftur (vísindalega sannað)!
Ps. innskot frá ritstjóra, undirrituð hlustar aðeins á Bowie og J. Cocker...já ég er að verða 17 á ný!
Já og þar fyrir utan þá sakna ég þess að halda upp á afmælið mitt með ykkur kæru og elskulegu vinkonur sem eru jafnframt ötulir lesendur pipiogpupu!!!!!!

laugardagur, 23. febrúar 2013

barnaafmælisþunglyndi


Við fórum með yngra barnið í barnaafmæli í dag, hjóluðum á björtum en köldum degi. Ferðinni var heitið í ævintýraland sem er hér í hverfinu í sama húsi og smárabíó hverfisins. Og já ég verð að viðurkenna að allt þetta umstang og kostnaður sem fólk fer í fyrir afmæli barnanna sinna hryggir mig. Karólína varð strax frekar feimin þegar inn var komið og eftir tilgangslausar umsemjanir stakk indæla gestgjafamamman upp á að Ísold yrði með í afmælinu sem hún samþykkti ekki nema að við foreldrarnir myndum bíða á staðnum. Svo að þarna sátum við í skærlituðum sal ásamt fullum sal af þreytulegum foreldrum sem voru í mörgum tilfellum að gæða sér á skyndibita og drekka úr undarlega lituðum brúsum. Við fengum okkur engiferte á meðan stelpurnar hoppuðu og léku sér í þessari risavöxnu mjúku klifurgrind með öllum þeim fítusum sem hægt er að hugsa sér. Og við vorum að ærast allan tímann, þetta er nokkuð góð pyntingaraðferð. Stelpurnar skemmtu sér vel þrátt fyrir að vera rennsveittar og frekar skapvondar eftir afmælið.

Eftir þónokkur bekkjarafmæli hér á landi höfum við komist að því að Skotar eru komnir aðeins "lengra" í barnaafmælum en við á íslandi, ég er samt ekki viss um að lengra sé rétta orðið en þessi þróun er byrjuð á íslandi en er ekki komin jafn langt--sem betur fer.

Í fyrsta lagi þá fá krakkarnir boðskort mörgum vikum fyrir afmælið.

Það er engin regla á því hverjum er boðið í bekknum, þannig varð ég oft vör við fyrstu vikurnar að krakkarnir voru að skiptast á boðskortum en alls ekki allar stelpur fengu eða strákar.

Afmælin eru haldin í einhvers konar ævintýralöndum, keiluhöllum eða sölum. Meira að segja safnaðarheimili kirkjunnar hérna er mikið notað í þessum tilgangi. Það er alltaf eitthvað þema/activity/trúður þ.e. eitthvað sem kostar peninga.
(stelpurnar eru búnar að fara í keiluhallarafmæli, ævintýralands, klappstýrudansæfingarafmæli, sleðaafmæli á gervisnjóbrekku) Reyndar var eitt heimaafmæli þar sem þemaið var að lita á eigin stuttermabol sem dóttir mín fílaði í botn. Okkar barnaafmæli voru hins vegar í heimahúsi, annað með íslenskujólasveinaþema-sem þýddi að Arnar kom í norskupeysunni sinni og bauð krökkunum harðfisk og hitt var haldið með bekkjarfélaga og var með moshimonsterþema sem þýddi að það voru moshimonster á afmæliskökunni.

Börnin fá goodiebag með sér heim og í honum er kakan (sem er iðulega hræðilega vond). Þessi poki er fylltur af alls kyns litlum leikföngum og sælgæti...helmingurinn fer í ruslið eða dettur í sundur strax.

Það er ekkert verðtakmark á gjafir eins og er fyrir bekkjarafmæli heima og flestir virðast gefa frekar dýrar gjafir, sem mér finnst út í hött af því dýr leikföng er langt frá því að vera ávísun á gæði eða sniðuglegheit og þetta espir upp materialismann í börnum sem er nú nægilega espaður fyrir.

Og eftir afmæli fá börnin þakkarkort frá afmælisbarninu en pakkarnir eru ekki opnaðir í afmælinu sjálfu.

Æskuafmæli mín voru þannig að mamma bakaði Balthasar, bekkurinn var boðin heim stundum bara stelpum, Við lékum okkur fullkomlega óskipulagt, borðuðum kökuna (sem var alltaf himnesk), ég opnaði pakkana og þakkaði krökkunum fyrir og búið.
Fyrir stelpurnar höfum við oftast haldið fjölskylduafmæli en leikskóla/skólaafmælin hafa verið í þessum stíl- Súkkulaðikakan í forgrunni og skreytingin...mesta skipulagið hefur verið kannski pakkaleikur og stoppdans... allir sáttir og voða gaman.
En þessi krafa um þema, drasl í poka, almennt vesen, borga einhverju fyrirtæki einhverja formúgu til þess að gera þetta fyrir mann og vondar afmæliskökur gera mig þunglynda. Ég held að börnin myndu alveg sætta sig við einfaldara snið á afmælunum ef allir væru ekki í þessum pakka...og ég þekki ekkert barn sem myndi kvarta yfir því að hafa ekki fengið þakkarkort frá afmælisbarninu.

fimmtudagur, 14. febrúar 2013

Bara ef tortillaflagan hefði verið hjartalaga já eða mjúk!

þetta er ekki umrædda tortillaflaga...myndin er stolin!

Fórum í dag í glaðasólskini niður í bæ á háaloftsstrætónum okkar. Stúlkurnar þutu um á hlaupahjólunum sínum sem hafa bætt geðheilsu foreldra töluvert á löngum göngum. Við fórum beint á Elephants House þar sem þeir segja að Harry Potter á að hafa verið skapaður, aðallega vegna þess að höfundur hafði ekki efni á því að kynda eigin íbúð og skrifaði því mest megnis á kaffihúsi. Ég get hér með staðfest að kynding kostar an arm and a leg.
Nú nema hvað þarna sátum við vísitölufjölskyldan, stúlkurnar með súkkulaðiköku, Arnar með kaffi og köku og ég með chili con carne...sem væri ekki frásögur færandi nema hvað að þar sem við hjónin töluðum og töluðum þá skyndilega hætti ég og Arnar starir óþreyjufullur á mig. Hann vill nefnilega fá fulla athygli og við erum að sjálfsögðu að ræða gríðarlega mikilvæg og gáfuleg mál. Nema hvað í mér stóð tortillaflaga, þarna í miðjum hálsinum, ég gat hvorki kyngt henni né hóstað henni upp...Skyndilega fannst mér vera líða yfir mig, ég sá ekki líf mitt fyrir hugskotsjónum en svona nálægt því. Og í þann mund sem Arnar var að gefast upp á því að reyna muna hvað hann ætlaði að segja og stelpurnar voru að hávaðarífast yfir svarta litnum....á þessu sekúndubroti hélt ég að mitt síðasta yrði á þessu sólríka, sögufræga kaffihúsi með útsýni yfir kastalann og með tortillaflögu í hálsinum. En eftir þónokkra vatnssopa og cappúcínó sopa fann ég hana þröngva sér niður greinilega gjörsamlega ótuggin. Tortillaflögur eru notabene þríhyrndar og þetta var ógeðslega vont, kaldur sviti rann niður ennið mitt...
Þannig á þessum valentínusardegi er ég þakklát fyrir lífið og ég ætla að reyna muna að tyggja betur matinn minn þrátt fyrir að þurfa að tala svona óskaplega mikið.
ÉG ELSKA YKKUR örfáu hræður sem ratið hingað inn, Já líka þig þarna sem komst óvart og ég þekki ekki rassgat í bala!

föstudagur, 1. febrúar 2013

glaðværasta og jákvæðasta blogg allra tíma!


ég get svo svarið það, janúar er að klárast og það eftir fáeinar mínútur...ég sem hélt að þessi mánuður ætlaði að vera fullkomlega endalaus. Síðasta vika meira að segja endalausari en þær á undan. Þá er febrúar á næsta leiti og það er ekkert nema jákvætt. Pipiogpupu elskar febrúar, elskar fólk sem á afmæli í febrúar, elskar það hvað febrúar er stuttur, að í honum byrji fiskamerkið og að í sumum heimshlutum telst hann til vormánuða. Ég á erfitt með að ímynda mér að vorið byrji í febrúar hér í Skotlandi en hvað um það hann færir okkur nær mars og þá hlýtur nú einhver blómknappi að fara gefa sig.  Nú svo er Valentínusardagurinn...besti dagur í alheimi og Skotar strax farnir að selja hjartalaga súkkulaði...það verður ekki af þeim skafið blessuðum Skotunum þeir kunna að halda upp á hátíðir...
Ég þjáist sum sé af skammdegisþunglyndi og þó skammdegið sé ekki jafn ferlegt og heima á Íslandinu fagra þá hefur það látið á sér kræla og svo sakna ég Íslands pínkuponsu aðallega vesturbæjarlaugar. Þó hefur söknuðurinn verið á hröðu undanhaldi eftir að umræður á facebook fóru að snúast um kaffibollan marglita, eurovision og hverfisráðsfund í grafarvogi. Vill ég þakka sjálfstæðismönnum í grafarvogi sérstaklega fyrir þeirra framlag til þess að gera fjöllin grárri þarna norður í hafi.
Að lokum vil ég mælast til þess að sumarið komi sem fyrst...

föstudagur, 4. janúar 2013

Dont BE YOU, BEYONCÉ!

ég velti ýmsu fyrir mér á áramótum, ég get ekki að því gert en hvað sem ég reyni fell ég ansi passlega undir flokkinn vestræn hvít kona sem gerir óraunhæf áramótaheit á hverju ári og stendur sjaldnast við þau. Já ég veit það er líka recurrent theme á þessu bloggi!
En svo þykir mér líka afskaplega merkilegt að horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp, lesa blöð og jafnvel verlsa í matinn...alls staðar er verið að segja mér að ég eigi að hefja nýjan lífstíl, borða betur og helst taka einhverjar megrunarpillur með...fyrir rétt rúmri viku síðan voru allir þessir fyrrnefndu að segja mér að ég ætti að borða rjóma, steikur, maccintosh konfekt og helst meiri rjóma....
Væri ég geimvera þættu mér þessar öfgar á þessum samliggjandi mánuðum afar undarlegar, oder?

Fyrsta áramótaheitið mitt fjallar að sjálfsögðu um útlitið...því þrátt fyrir allt er útlitið spegill sálarinnar:

Ég ætla að verða eins og BEYONCÉ að öllu leyti árið 2013 og ég ætla líka dansa eins og hún. Verst er þó að hún drekkur pepsí í öll mál...

Annað fullkomlega óyfirstíganlega áramótaheitið mitt á þessu fagra ári.
Ég ætla að elda eins margar uppskriftir og óendanlega gómsætar  e. Nigellu og ég mögulega get og ekki fitna um gramm og jafnframt standa við fyrsta áramótaheitið!

þriðja dásamlega áramótaheitið mitt fjallar um ofuruppeldishæfileika mína:

Ég ætla aldrei aftur að æsa mig upp við 8 ára barnið mitt...þó hún kalli mig prumpukonu og öskri úr sér lungun, segi "Svindl" 20 þúsund sinnum á dag þegar hún er ósátt við að þurfa borða hafragraut, þurfa að taka lýsi, þurfa fara í skólann, þurfa að fara í strætó niður í bæ og gera eitthvað skemmtilegt, þurfa að taka strætó heim. Já og síðast en ekki síst þegar ég segi henni að hún fái ekki snjallsíma og það þó hún hafi séð einhverja níu ára stelpu í búð með snjallsíma....

fjórða: ferðast um skotland í tjaldi (ok aðeins raunhæfara markmið)

fimmta: hjóla lengra og hraðar...um hæðótta edinborgina, prjóna hraðar(jafnvel meira en eina flík á ári), lesa meira, gefa sjálfri mér meiri tíma, vinna meira, gefa út þýðingu, hætta að borða nammi, fara oftar í ísköldu skosku sundlaugarnar, hætta að horfa á Holliday(sem ég er einmitt að horfa á akkurat núna...) eða viðlíka myndir aftur og aftur, fara oftar í kampavínsfreyðibað, borða fleiri jarðaber, vera betri dóttir, systir, vinkona, ástkona, mamma, frænka, svilkona og móa (er það hægt? nei ég bara spyr), hætta að gera allt of mörg óyfirstíganleg áramótaheit!

Í fyrra las ég að algengasti dagur til þess að gefast upp á áramótaheitunum væri 10. janúar... svo ef ég held þetta út í 6 daga þá er ég að standa mig...JIBBÝ