miðvikudagur, 8. febrúar 2012

mánudagur, 6. febrúar 2012

A-kúr-Eyri

A-kúr-eyri tók á móti okkur með hjörtum og blikkandi hjörtum. Ég hef loks fundið heimabæ valentínusaraðventunar. það sem blasti við okkur þegar við runnum inn í borgina á okkar love-mobile voru borgarljósin og fullt tungl yfir Eyjafirðinum hinum stórfenglega en svo eftir því sem við nálguðumst fórum við að sjá blikkandi hjarta (já, risavaxið) á hlíðinni til móts við ástarborgina A-kúr-eyri (finnst óhæft að A-kúr-eyri fái ekki að vera borg þegar hún er augljóslega höfuðstaður norðurlands). Fyrst hélt ég auðvitað að Arnar væri að biðja mín, en mundi þá að við værum nú þegar gift! Nú svo fóru fleiri hjörtu að birtast víðs vegar um borgina og það í umferðarljósunum. Ég útskýrði þá fyrir dætrum mínum að á A-kúr-eyri væri mikil eftirvænting fyrir valentínusardeginum, að mömmur þyrftu helst að fá hundruðir kossa á dag á valentínusaraðventunni og að Kúr væri þjóðaríþróttin hér í borg.

fimmtudagur, 2. febrúar 2012

febrúar

ég er svo glöð að það er kominn febrúar, mér finnst hann langtum betri en janúar. Hann er mun styttri og þar með ekki jafn þjáningarfullur. Febrúar er líka örlítið bjartari, Arnar á afmæli í febrúar og síðast en ekki síst þá byrjar fiskamerkið í febrúar. Sums staðar í heiminum telst febrúar til vormánuða...augljóslega ekki hér á landi. Nú svo er auðvitað valentínusardagurinn í febrúar, afmæli ástarinnar...er eitthvað fallegra í veröldinni en ástin? Nei það held ég barasta ekki. Gleðilegan febrúar!