sófaskipti

Já ég veit þetta tekur enda! Sófaskiptiprógrammið okkar heldur áfram...eigum aðeins eftir að skrá okkur í AFS. Því við vorum að fá okkur nýja sófa! og athugið í fleirtölu! Að meðal tali skiptum við um sófa einu sinni á ári. Og nú var bara komið að því, Sherlock eins og hann var kallaður-fenginn í upp í skammadal var eiginlega ónýtur... og það áður en hann kom hingað. Það tók því ekki einu sinni að banna stelpunnum að hoppa í honum því  hann var gagnlegastur sem trampolín. Svo það var eiginlega bara spurning hvenær við myndum gefast upp á þeim garmi og ganga í sófamálinn eins og fullorðið fólk. Klein var líka orðinn hálf óásjálegur, eftir mikið klifur og apakattanna minna á honum. Já, svo undirrituð og ritstjóri þessarar fréttasíðu, tók sig til og kíktu á auglýsingasíðu sem kennir sig við börn! Þar fann ég auglýsingu á tveimur sófum, einum tveggja sæta og öðrum þriggja, já það er völlur á okkur! Sófarnir eru ljósir tausófar og eru eins og klipptir út úr íbúð í úthverfunum en eru engu að síður úr vesturbænum, takk fyrir. Og við erum komin í fullorðinsdeildina, garmarnir eru liðin tíð. Nýju glæsilegu sófarnir okkar hafa auðvitað fengið nöfn (eins og allir okkar sófar hingað til innan geira leynilögreglusagna eða höfunda sem hentar þeirra útliti eða stíl!) og þeir heita daradadadadadadadadadadadad papabíng:  ARNALDUR og YRSA!
ps. raunverulegar myndir af þeim skötuhjúum koma svo síðar ;)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Æðislegt, til hamingju aftur!! Það sem ég sá af þeim var flott. Nöfnin góð og gild.
Gaman að sjá ykkur áðan :) amma Bryndís
Móa sagði…
takk sömuleiðis gaman að sjá ykkur í útlandinu:)
Edilonian sagði…
obbobbobb mamma mía!!!

Vinsælar færslur