mánudagur, 28. mars 2011

Grace á toi Gigi

Hérna í gamla daga horfði ég ansi mikið á þessar teiknimyndir og nú er ég farin að horfa á Gigi á ný með stelpunum mínum. Mamma kom með heilan kassa af þessum yndislegheitum frá parís. Stelpurnar kalla hana sísí og skilja ekkert í frönskunni hennar en sjónarspilið nægir alveg. Ég fer í nostalgíutrans og finnst ég nánast ganga í barndóm.  Ég gerði mér auðvitað engan veginn grein fyrir því á sínum tíma að þetta væri japanskt fannst þetta jafn franskt og flanið...

föstudagur, 25. mars 2011

síðasti í afmælisviku

Já tók mér það bessaleyfi að lengja afmælisvikuna að vild...það er svona þegar maður er á leið á Bessastaði! Þegar ég verð forseti þá lofa ég almennum skemmtanahöldum allan marsmánuð enda megum alveg við því með þessa svikulu veðurguði. En ég fór, sá og sigraði Newyork, fór næstum úr hálslið við að horfa upp á allar þessar byggingar, borðaði á diner eins og Beauvoir. Hitti fjölmargt fólk sumt þekkti ég, kannaðist við en flest þekkti ég ekki baun enda búa margir þarna vesturfrá. Yndislegar mótökur fengum við hjá Röggu, Curver og Hrafnkatli og. pabbi hefði verið ánægður með mig þarna í pólska hverfinu, við skoðuðum og böðuðum okkur í alsnægtum stórborgarinnar. Það er einhvern veginn dásamlegt að brjóta upp hversdaginn, kynnast útlöndunum og lífinu þar. Koma svo heim til baunanna sinna, fá sér flatköku með hindberjasultu og já! Njú jork er æði:). Held upp á þennan síðasta dag í afmælisviku með pomp og pragt.

miðvikudagur, 16. mars 2011

þriðji í afmælisviku-skyndiindí

Er að mestu komin yfir aldurskrísu já og svo þurfti ég heldur betur að stíga í óttann varðandi veðurhræðslu mína því ég byrjaði á indíánasundsnámskeiði í gær og það var óveður að sjálfsögðu, mikið er hressandi að synda í stormi! já magnað við Edda vorum auðvitað unglömbin á staðnum, þar fór aldurskrísan. nú svo synti ég þarna indíánasundið (eins og frakkar kalla það) af miklum móð, ég segi nú ekki að ég geti synt alla leiðina til Ameríku en ég vonast til að verða flugsynd eftir þetta. Ég segi það enn og aftur
-----------sund er hamingja----------------
hef svo sem engu við þetta að bæta nema, mikið hlakkar mig til afmælis míns; JIBBÍ

þriðjudagur, 15. mars 2011

aldurinn færist yfir, annar í afmælisviku!

mynd af mér í fornöld!!!
ég, móa, á sum sé afmæli í vikunni og veðrið lýsir ágætlega sálarástandi mínu....ég kvíði því allt í einu hræðilega mikið að eldast og nálgast þennan miðaldur hræðilega hratt og hvað hef ég afrekað? Mig dreymir martraðir, er komin með kvíðahnút í magan á stærð við bökunarkartöflu og guð forði mér frá því að líta í spegil. ohhhhhhhmen sem sagt þetta verður leiðinlegasta bloggfærsla ársins! Það verður þó að viðurkennast að tveim litlum skottum hér á heimilinu ferst óskaplega vel úr hendi að gleðja aldrað hjarta mitt. Sú yngri vindur sér upp að mér á ólíklegustu stundum t.d. þegar ég stend kófsveitt yfir skúringarfötunni eða þar sem ég sit í rólegheitunum á postulínsskálinni og segir "mamma, þú ert svo falleg"...hin eldri vill alls ekki trúa því að ég sé degi eldri en 25...hversu oft sem ég reyni að leiðrétta hana, hum! Svona er maður nú hégómlegur og sjálfselskur og það þegar heimurinn er á heljarþröm.
(næsta færsla verður tileinkuð heimsendaótta og rúllustigafóbíu minni...so stay tuned for more skandinavian morbidness!)

mánudagur, 14. mars 2011

Afmælisvikan er hafin!

já það er að koma að þessu, Heilagur Patrekur-já og ég get ekki beðið...ég hlakka svo til eins og hún söng einhver barnasöngkonan. Verst að á þetta skyggir miklar hamfarir og hryllilegheit ... og á það bætist að tunglið nálgast jörðina aðeins of mikið og með því er spáð fleiri hamförum-jesús pétur segi ég, hvert er þessi heimur að fara. Það er ekki fyrir minn vestræna huga að hugsa þessar hugsanir til enda. Reyndar er svo komið að ég er orðin enn veðurhræddari og með aldrinum hef ég einnig orðið lofthræddari...flughræddari og ég veit ekki hvað og hvað! Einhvern veginn heldur maður áfram, keyrir um á bensínhák, kaupir föt saumuð af börnum í þrælavinnu, þrífur með einhverjum viðbjóði...og hvað geri ég, borga stundum þúsundkall í söfnun, fer með flöskur og pappír í endurvinnsluna, horfi á fréttir með þjáningarsvip, les hörmungarfréttir og deili þeim á facebook og já búið! það er eins og hvert vestræna skref mitt kosti aðra manneskju út í heimi miklu meira. 'O ég er gjörsamlega þjökuð að vestrænu samviskubiti...nú get ég varla andað af vestrænukvíða (í honum felst að ég vorkenni mest sjálfri mér fyrir að vera af hvítri millistétt í hinum vestræna heimi og þess vegna getur ekkert verið jafn ömurlegt og t.d. í Norður kóreu.) Æ já! hressandi ekki satt það sem aldrei er sagt...við höfum það nú bara of gott hérna í kreppulandi og já ég hlakka enn til afmælisins míns...

fimmtudagur, 10. mars 2011

sjálfsvorkun, heimsendapest og veðrið!

Hvar er vorið eru bambarnir að segja með svardimmum bambaaugunum sínum.
Jeij,  nú verður sko skrifaður pistill mánaðarins um Uppáhalds uppáhellingar umræðuefni vina minna sem reyndar lesa aldrei þetta blogg... Og vá þau eru sko að missa af miklu ha! Í fyrsta lagi vorkenni ég sjálfri mér mjög mikið fyrir að hafa verið lasin allann undanfarinn mánuð, hósta eins og nítjándualdarberklasjúklingur, þessu fylgir iðagrænar horslummur, heiladauði, ofneysla verkjalyfja og síðast en ekki síst sjálfsvorkun...ekki misskilja mig (þú þarna ósýnilegi lesandi) ég vil ekki þína vorkun eða nokkurs annars en mér finnst ágætt einstaka sinnum að liggja í fleti eigin sjálfsvorkunar...af því það er svo jákvætt og skapandi. Já veðrið það sem ég get þvaðrað um þetta asnalega veður. Nei ég hef ekkert á móti snjó, frosti og det hele í Nóv, des, jan, feb...en í Mars er ég búin með kuldakvótann minn fyrir þennan vetur. Nú vil ég sjá blómstrandi kirsuberjatré, lauka kíkja upp úr jörðinni og glaða smáfugla...Hvað á það að þýða að demba á mann tonn af snjó, helfrost og hroðbjóð og það rétt fyrir afmæli mitt! Nei það er ekki í boði!!! En svona fyrir utan öll þessi hörmulegheit þá hef ég varla efni á því að væla þar sem ég á afmæli í næstu viku!!!!!!!!!!!!!!YESSS og ég get boðið mig fram til forseta!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!ÍHAAA, OG ÉG ER AÐ FARA TIL NEF JORK!

miðvikudagur, 9. mars 2011