hátíð nálgast!

Upp er að renna ein uppáhalds hátíðin mín en líka ein sú hátíð sem landar mínir elska að hata! Aðeins tíu dagar...á þessu heimili verður sett upp hjartaskór út í glugga og vonast eftir smáræði frá englum Valentínusar:).
Þessir kaldrifjuðu ástlausu grey sem búa hérna upp á einhverju ókennilegu skeri norður í hafi telja sér trú um að það sé ónatíonalískt, kapítalískt eða upprunalega amerísk markaðsbrella  að halda upp á dag ástarinnar! Þetta fólk vill bara sinn gamla góða bónda og konudag og fíníto. Þvílík fásinna því ástin er það fegursta í heimi hér, því Arístóteles gamli vildi meina að ástin sé primus motor alls og vegna þess að án ástar væru fæst okkar hér. Þetta fólk með steinhjörtun bendi ég á að um gamla trúarhátíð er að ræða...en það mætti segja það sama um jólin t.d.  Heilagur Valentínus er uppáhalds heilagi gaurinn minn(á eftir Patreki eins og gefur að skilja). Ekkert finnst mér fegurra en að tjá ást sína hvort sem er á pappahjarta eða með gróðurhúsaræktuðum rósum, hvort sem er handa heitelskuðum lífsfélaga eða bara einhverjum öðrum sem á pláss í hjartanu manns.
Já og svo er valentínusarsnjórinn kominn...júbbí!!!

Ummæli

Móa sagði…
já og nótabene þá eru bónda og konudagar nokkruð hundruð árum yngri en Gamli valentínus!
Nafnlaus sagði…
thetta eru alveg frábær blogg sem thú skrifar Móheidur - virkilega skemmtilegt ad lesa hvad thú hefur ad segja - og thetta sem thú skrifadir ádan um valentínudaginn og ástina -Thetta er svo hárrétt. Frænka thín í Gram, Danmark. :)
Móa sagði…
ó þakkir það gleður mig að heyra kæra frænka, valentínusarkveðja M.
Heiða sagði…
vá, Móa ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi hvorki valentínusardags eða bónda/konudags, en eftir þennan lestur held ég bara að ég taki valentínusardaginn í sátt, og haldi vel upp á hann árlega. auðvitað á að gleðjast yfir ástinni, og það kemur markaðssetningu og kapítalisma ekkert við, enda er ástin flestu öðru eldra!!!!! ÓOOO, og þá get ég farið að hlakka til 14. febrúar. En sumt breytist aldrei hjá mér, og hatur mitt á snjó er eitt af því. Svo ég segi út með snjóinn, inn með ástina!
Heyr, heyr. Við aðdáendur ástarinnar þurfum að plögga Valentínusardaginn betur. Hvað með Valentínusarbúninga?
Valentínusarrjómabollur og Valentínusarskötu?
Gudrun Iris sagði…
Valentinusardagurinn heitir á sænsku alla hjärtans dag.
Það er fallegt.

Vinsælar færslur