fimmtudagur, 25. nóvember 2010

afmælisdagatalið!

Ég er farin að líta allt öðrum augum á facebook-ég er hætt að hatast við þetta fyrirbæri...jafnvel þó að fyrirbærið hafi verið verið skapað af  bitrum nörd úr fínum háskóla í Ameríku! Nei ekki beint gott karma sem kom þessu öllu af stað-kostir þessarar síðu eru auðvitað ótalmargir-færir okkur nær fólki og gömlum vinum, hjálpar nördum að leggja gamlar kærustur í einelti (úps kannski ekki kostur), við getum nú raunverulega fylgst með unglingunum okkar. Get ekki beðið eftir að sjá dætur mínar vera tjá ást sína við unga drengi fáklæddar(já eða stúlkur-maður er svo opinn)!(eða þannig)-hvað þá neyta gruggugra drykkja...
Já svo er hægt að láta alla í heiminum vita ef maður á í hjónabandsvandræðum, þetta bætir við nýrri vídd í kjaftasögur (úff er orðin rugluð er þetta kostur eða?)! Vegna þess lesi maður blöð og aðra fjölmiðla kemst maður fljótt að því að það eina sem fólk hefur virkilega áhuga á er ANNAÐ fólk-hvort annað fólk sé gift, að skilja, eigi börn, ætli sér að eiga börn, eigi viðhald eða höld, hvort það prumpi í baði og þannig fram eftir götunum.
Hins vegar hef ég ákveðið einfalda tilgang þessarar síðu og mun framvegis þýða facebook  sem Afmælisdagatalið þar sem heilög skylda mín verður að óska vinum mínum og ættingjum til hamingju með afmælið-reyna að vera frumleg og skemmtileg í kveðjunum-þannig hlýt ég að fá gott karma til baka, einhvern tíman og kannski ef vera skyldi á afmælinu mínu!!!
hver man ekki eftir litlu afmælisdagatalsbókunum sem voru til á hverju einasta hippaheimili með vott af virðuleika-við hvern dag var lýsing á kostum manns og eiginleikum og til móts við daginn í bókinni voru auðar línur þar sem fólk var hvatt til þess að skrifa nafn sitt! þannig gat maður munað afmæli alls kyns fólks og vitað um leið hvaða kostum það væri búið!
Þessi færsla er að sjálfsögðu tileinkuð Jóa móðurbróður mínum sem á afmæli í dag og er bogmaður!

6 ummæli:

Tinna vinkona þín sagði...

Gallinn er ef maður fer að treysta um of á Afmælisdagatalið og missir af afmælum vina sinna þegar maður er tölvulaus uppi í sumarbústað ...

epísk fjölskyldusaga sagði...

þegar við höfum efni á 150.000króna símum verður þetta vandamál úr sögunni-það gerist innan 50 ára:)

Nafnlaus sagði...

afmælisdagabækur og hippaheimili....

mamma

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf jafn gaman að lesa í afmælisdagabókinni minni sem ég eignaðist fyrir tugum ára síðan. Amma Bryndís

epísk fjölskyldusaga sagði...

já á dásamlegar minningar um mig að lesa um mannkosti allra sem höfðu skrifað í bókina þína, mamma-þreyttist aldrei á að lesa 17. mars!

Nafnlaus sagði...

Ég er berulega ánægður með þessa færslu og les ekki úr henni vott af kaldhæðni, eins og mér var tilkynnt um.

þetta er hressandi!

arnar