fimmtudagur, 14. október 2010

útboð-foreldrastarf í einn mánuð, desember nánar tiltekið!

Sko ég er eitt mesta afmælisbarn sem ég þekki og ég elska að halda upp á afmæli mitt. En nú er mér um og ó, ég er ekki kona sem er að kvíða hlutunum langt fram í tímann...en í ljósi þess að nú eru börnin mín komin á afmælisboðaaldurinn er ég strax farin að kvíða desember. Eins og ég hafi ekki nóg að gera í þessari blessuðu mastersritgerð en þá þurfum við að halda að öllum líkindum tvö leikskólaafmæli og eitt í viðbótar og já svo koma jólin þarna inn á milli. Viðurkenni að ég væri gjarnan til í að bjóða út þennan blessaða mánuð út-ég skil ekkert í því að við höfum valið okkur svona fáránlegan fengitíma, Men! Já svo eru auðvitað allir að halda þessi líka fullkomnu leikskólaafmæli...með leikjum! 'Eg kann enga leiki-hvernig höndlar maður upp undir 10 börn í dótarísaðþrengdu íbúðinni okkar í mýrinni...
Já og stelpurnar, vetrardrottningarnar mínar geta varla beðið og tala um lítið annað!

föstudagur, 1. október 2010

regnbogar og víruð langsokkur

í gær sótti ég stelpurnar á leikskóla, Karólína heimtaði að við færum í sund og svona til tilbreytingar hlýddi ég. Ísold valdi vesturbæjarlaug og heimtaði svo að við færum í útiklefa og það þrátt fyrir síkomandi haust. Við stelpurnar létum líða úr okkur daginn og spjölluðum um það sem á dag okkar hafði drifið. Ísold var mikið að tala um afmæli sem hún væri boðin í hjá bekkjarsystur svo við fórum að velta fyrir okkur gjöf--'Eg hafði séð að minnsta kosti sjö regnboga þá um daginn og spurði Ísold hvort það væri ekki sniðug gjöf?
"Nei, mamma við getum ekki borið hann og ekki einu sinni Júlían getur borið hann" svo hvíslaði hún að mér "en hann getur öruglega borið meðalstóran regnboga!"
Sundferðin var þó nokkuð tíðindamikil við sáum Jólasvein í fríi og undarleg ský. Þegar við komum svo aftur í búningsklefann var okkur öllum skítkallt, Ísold fannst ég flýta mér um of að sturta hana og klæða og segir "Mamma, viltu þvo á mér hárið þannig flétturnar standi út eins og hjá henni Langsokkur" ég malda í móinn "En mamma ég vil vera eins og langsokkur" ég reyni að útskýra að til þess að hárið standi út í loftið þurfi vír! "notaði Langsokkur vír, hvernig járn er það" ég játti og útskýrði enn frekar "þá það" með uppgjafartón.