sunnudagur, 26. september 2010

með fyrstu haustlægðinni

fýkur laufskrúðið af trjánum og þekur gangstéttarnar eins og litríkt teppi. Ég held það sé hreinlega sannleikurinn en norðurmýrin er fegurst á haustin, hívaðir spörfuglar, reyniber og þytur í laufi--eitt ljúfasta hljóð sem hægt er að hlusta á eins og verið sé að strjúka á manni eyrun. Auðvitað verð ég svo einhvern tíman að taka þvottinn af snúrunum áður hann fýkur út í veður og vetur.

fimmtudagur, 16. september 2010

facebookhatur-útdautt sjálf


Sit hér á skrifstofunni með hryllilegt hauskvef sem gerir það að verkum að heilinn virðist varla virka. Ég er með höfuðverk og lítið sem ekkert nefrennsli sem er slæmt því það skýrir þessa stíflu á eðlilegri hugsun. Engu að síður sit ég hér og kíki á facebook-og þið sem viljið endilega íslenska þetta hryllilega fyrirbæri þá gerið það en mér finnst ægilega asnalegt að kalla þetta "fésbók, snjáldur".
Í fyrsta lagi þá hangir maður á þessu stundum tímunum saman án þess að nokkuð gerist
þetta gerir mann ótrúlega forvitinn um eitthvað fólk út í bæ sem kemur manni ekkert við og skyndilega er maður farinn að skoða afar leiðinlegar barnaafmælismyndir hjá einhverju liði sem maður þekkir ekkert en á vin sem droppaði þarna við.
maður fer að upphugsa alls konar asnalegar setningar til að setja í "hvað liggur þér á hjarta" boxið og þykjast vera sniðugur, fyndin, einlæg. Svo bíður maður eftir því að einhverjir læki mann til þess að fá fyllingu í sitt auma líf... Nei þetta er hræðilegt, aumkunarvert, leiðinlegt. Ég veit maður hittir sér löngu horfna vini eða kunningja, maður getur fylgst með vinum í útlöndum sem maður hefur samviskubit yfir því að hafa ekki skrifað! En nei mér finnst þetta ekki nægilegir kostir til þess að afsaka það, að þetta fyrirbæri ætti í raun að heita Procrasti-Nation og árás á einkalífið. Það góða eða það slæma að það er erfiðara að fletta aftur í tímann svo asnalega of-hreinskilinn status...getur gleymst. En þvílíkt líf fyrir unglinga dagsins í dag...ég hefði ekki haft áhuga á því á mínum menntaskólaárum að frændfólk, foreldrar eða bara einhverjir sæu myndir af mér á menntaskólaballi í undarlegu ástandi. Mýstíkin um sjálfið er að hverfa, það verður erfiðara og erfiðara að vernda sjálfan sig fyrir sinni eigin athyglissýki og meinfýsni! ÉG HATA FACEBOOK!

mánudagur, 13. september 2010

prjónað haust


Anja og Veikko, originally uploaded by pipiogpupu.

þrátt fyrir mikil plön og stórar hugmyndir virðist ég eiga erfitt með að prjóna á sumrin-og það verður bara segjast eins og er að um leið og hitastigið fer niður og laufin falla finnst er mér mun eðlilegra að taka upp prjónanna. Hins vegar er ég búin að standa mig vel í því að fara á prjónanámskeið bæði á dásamlegri prjónahátíðinni lykkjur sem var í sumar í Norræna húsinu og nú í haust hjá ungri skoskri dömu sem ég hefi fylgst með á netinu undanfarin ár. Síðasta námskeiðið var nokkuð sérstök upplifun þar sem ég var búin að kynna mér netsjálf þessarar geðþekku dömu mjög vel og uppgötvaði því að ég hafði m.a. fyrirfram hugmyndir um rödd hennar! Í sumar sótti ég líka mjög skemmtilegt námskeið hjá norskum píum sem reka heimasíðuna pickles. Í haust er ég því enn með peysu sem ég byrjaði á í vor og svo langar mig að prjóna heilan helling í viðbót. Vildi samt að ég gæti prjónað hraðar:)

föstudagur, 3. september 2010

Sumarfríið í myndum


fyrirsætan, originally uploaded by pipiogpupu.

komið á alnetið....já maður spyr ekki að myndarskapnum hér í Norðurmýrinni.
Haustið hér farið að láta á sér kræla þó ekki í hitastigi heldur rútínubreytingum og haustverkum. Búið að sulta smá en ætla að fara herja á Reyniberin sem eru í miklu magni í mýrinni...þannig að hverfið hljómar sem yndislegt spörfuglabjarg...
blíðar kveðjur