prjónaðlíf

Livet heldur áfram kreppa eða ekki kreppa, þessa daganna og mánuði þykist ég vera orðin prjónakona hin mesta, versta er að ég prjóna á slow-motion. Er nú að prjóna skikkju á frumburðinn sem ég vona að hún passi í eftir ár eða svo. Svo langar mig auðvitað til þess að prjóna hálfan heiminn en þetta slowmotion dæmi setur strik í þann reikning. En ég hef lært hina ýmsustu hluti í prjóni á undanförnum mánuðum auk þess sem ég er komin inn í prjónasamfélag á netinu...silfurfit, úrtökur og prjónles(eins og sérfræðingarnir kalla þetta og ég skil raunar ekki fyllilega enn) Hef orðið vör við alls kyns pólítík í prjónheimum. En eins og Hörður Torfason sagði í útvarpinu um daginn er hver andardráttur pólitískur. Ef mér skilst rétt, þykir mest kúl að kunna að fara eftir uppskriftum en geta breytt þeim eftir hentugleik. Nú svo virðist vera uppskrift vera kúlari ef engir saumar eru heldur bara prjón. Mjög kúl þykir ull sem er lituð í bölum hjá artíhippum einhvers staðar í ameríku...liturinn má engan veginn vera jafn og marglitt er náttúrulega toppurinn. Hins vegar get ég ekki beðið eftir að geta rumpað af peysu,vettlingum eða sjölum(eins og þessu clafoutissjali sem engin virðist geta haldið vatni yfir) á nokkrum klukkustundum. já og ég á afmæli eftir fáeina daga.......JÚHÚ

Ummæli

botna ekkert í þessari þolinmæði ykkar prjónakvenna. það er miklu fljótlegar að nota lím, heftara og sikkrisnælur til að halda þessu saman.
Móa sagði…
já ég veit ætli skikkjan endi ekki í klastri einhverju... ef Ísold á að passa í hana. En prjón hentar ágætlega líka til að flýja raunveruleikann og til að missa ekki alla lífslöngun yfir skerðuþigápúlssunnudagsdagskrá rúv!

Vinsælar færslur