heimspekingar og uppreisnarseggir

merkilegt nokk, litla stóra stelpan tók sig til og leiðrétti framburð mömmu sinnar...í kvöld var ég að segja henni frá því að þegar ég var að alast upp vissi ég að vorið kæmi á afmælinu mínu! Sagði henni frá kirsuberjatrjánum bleiku og froskasöngnum fagra(ætla ekki einu sinni að fara út í veðurfarið hér:(.
"mamma, maður segir B l ó m s t rrrrr a". Fjögurra ára hnátan(litli heidegger) sagði síðan við systur sína litlu " Karólína, mundu að missa ekki af að verða stór"...
sem mér finnst bara nokkuð gott heillaráð og ætla líka fara eftir! Litla systirin ætlar að verða meiri rebell en heimspekingurinn, hefur nú frá því hún gat labbað reynt alveg ofboðslega oft að hlaupast á brott og það út á götum og um daginn eftir að hún hafði hlaupið frá mér á miðju bílastæði varð ég nokkuð reið, litla barnið leit þá á mig stóreygt og sagði kjökrandi "móa er ekki mamma mín, huh"...
Þrátt fyrir afneitun og leiðréttingar þeirra stuttu þykja mér þær iðulega gáfulegri en margir fullorðnir en það sagði pabbi alltaf við mig þegar ég var lítill hnoðri. Á morgun verð ég einu ári vitlausari en auðvitað reynslunni ríkari(þó þjóðin sé nokkrum auðmönnum fátækari;))....þrjátíu og þriggja, þriðja mánuð ársins 2009...!(getur ekki annað en verið tákn um e-h fabulous) kreisíbeibí!!!

Ummæli

Vinsælar færslur