sunnudagur, 29. mars 2009

hvar er vorið?

fór í gær ásamt hjartfólgnum eiginmanni á músó og reyndar líka á skyndi-indie tónleika, hátískusamkomu og einn nightcap. Músó var athyglisverð, unglingarnir safna enn óhóflega miklu hári, spila bæði skemmtilega og drepleiðinlega tónlist, velja latínuskotinn, illa stafsett orð eða mythológísk nöfn á hljómsveitirnar sínar, enn eru eitthvað af grúppíum sem hanga í kringum þessar hljómsveitarhetjur, aðeins ein stúlka var þar lungnabólgufáklædd og vinkona hennar á of stórum pinnahælum til þess gerð að fótbrjóta hana. Lexía kvöldsins: nota skal hléið til að fara á klóssettið annars pissar maður í sig af leiðindum þegar hljómsveitir geta ekki endað lögin sín.
Almennt séð fannst mér unglingarnir frekar krúttleg og myndarleg ungmenni, fyrir sirka tíu árum þegar ég fór alltaf með Arnari fannst mér þau enn ógnvænleg(sum sé orðin aðeins eldri). Dómnefndin ekki jafn pungsveitt og þá sem er náttúrulega frábært þó ég ég þoli erfiðlega að sjá eiginmanninn umkringdan kvennfólki! (blóðhitinn frá heimaslóðunum virðist ekkert fara þverrandi þrátt fyrir kulda og vosbúð hér í norðri)!!!
Skyndi indíið í einhverju nýju samkunduhúsi kallað kaffistofan var mjög indie, indie krakkar eru alltaf jafn notalegur intro þjóðflokkur. Hátískusamkundan var hins vegar líklega erfiðust í horn að taka þar sem mér leið eins og hallærislegustu veru í heimi íklædd ódýrum undirkjólum, kápu frá haustlínu 2006 og ódýrri...svo dirfðist ég að vera flatbotna gömlum skóm...guðlast. Þar var ég ánægðust með að hitta berlínarvin.Það er hart að vera rokkari eins og færeyingarnir segja!
að lokum vil ég leggja til að sjálfstæðisflokkurinn verði lagður í eyði og framsókn stoppuð upp í þjóðminjasafninu.

þriðjudagur, 24. mars 2009

muffet-skikkjan

meira af prjóni, skikkjuuppskriftin er alveg að fara með mig... hef þó ákveðið að fara eftir mínu nefi og umfram allt, aldrei að rekja upp! svo kannski endar hún eitthvað undarlega litla epíska muffetskikkjan hennar Ísoldar. Hins vegar fór ég út í viðamikla leit á internetið í gær til þess að finna lausnir á þessum híróglívum sem hjálpaði eitthvað. Mitt í öllu heyinu fann ég heimasíður hjá nokkrum prjónurum sem mér fannst ég eiga margt sameiginlegt með og meira að segja líklega sálufélaga...undarlegt. Ætla þó að láta þessa líklegu sálufélaga hinum megin á hnettinum vera og rækta mína heimaræktuðu í bili.
Amma í holtó gaf mér svo markmið til að stefna að en það er að klára skikkjuna fyrir sautjánda júní!

mánudagur, 16. mars 2009

heimspekingar og uppreisnarseggir

merkilegt nokk, litla stóra stelpan tók sig til og leiðrétti framburð mömmu sinnar...í kvöld var ég að segja henni frá því að þegar ég var að alast upp vissi ég að vorið kæmi á afmælinu mínu! Sagði henni frá kirsuberjatrjánum bleiku og froskasöngnum fagra(ætla ekki einu sinni að fara út í veðurfarið hér:(.
"mamma, maður segir B l ó m s t rrrrr a". Fjögurra ára hnátan(litli heidegger) sagði síðan við systur sína litlu " Karólína, mundu að missa ekki af að verða stór"...
sem mér finnst bara nokkuð gott heillaráð og ætla líka fara eftir! Litla systirin ætlar að verða meiri rebell en heimspekingurinn, hefur nú frá því hún gat labbað reynt alveg ofboðslega oft að hlaupast á brott og það út á götum og um daginn eftir að hún hafði hlaupið frá mér á miðju bílastæði varð ég nokkuð reið, litla barnið leit þá á mig stóreygt og sagði kjökrandi "móa er ekki mamma mín, huh"...
Þrátt fyrir afneitun og leiðréttingar þeirra stuttu þykja mér þær iðulega gáfulegri en margir fullorðnir en það sagði pabbi alltaf við mig þegar ég var lítill hnoðri. Á morgun verð ég einu ári vitlausari en auðvitað reynslunni ríkari(þó þjóðin sé nokkrum auðmönnum fátækari;))....þrjátíu og þriggja, þriðja mánuð ársins 2009...!(getur ekki annað en verið tákn um e-h fabulous) kreisíbeibí!!!

miðvikudagur, 11. mars 2009

prjónaðlíf

Livet heldur áfram kreppa eða ekki kreppa, þessa daganna og mánuði þykist ég vera orðin prjónakona hin mesta, versta er að ég prjóna á slow-motion. Er nú að prjóna skikkju á frumburðinn sem ég vona að hún passi í eftir ár eða svo. Svo langar mig auðvitað til þess að prjóna hálfan heiminn en þetta slowmotion dæmi setur strik í þann reikning. En ég hef lært hina ýmsustu hluti í prjóni á undanförnum mánuðum auk þess sem ég er komin inn í prjónasamfélag á netinu...silfurfit, úrtökur og prjónles(eins og sérfræðingarnir kalla þetta og ég skil raunar ekki fyllilega enn) Hef orðið vör við alls kyns pólítík í prjónheimum. En eins og Hörður Torfason sagði í útvarpinu um daginn er hver andardráttur pólitískur. Ef mér skilst rétt, þykir mest kúl að kunna að fara eftir uppskriftum en geta breytt þeim eftir hentugleik. Nú svo virðist vera uppskrift vera kúlari ef engir saumar eru heldur bara prjón. Mjög kúl þykir ull sem er lituð í bölum hjá artíhippum einhvers staðar í ameríku...liturinn má engan veginn vera jafn og marglitt er náttúrulega toppurinn. Hins vegar get ég ekki beðið eftir að geta rumpað af peysu,vettlingum eða sjölum(eins og þessu clafoutissjali sem engin virðist geta haldið vatni yfir) á nokkrum klukkustundum. já og ég á afmæli eftir fáeina daga.......JÚHÚ