kreppa og sulta

haustið er komið, nokkrar vikur síðan mér þótti of kalt til að gista í tjaldi þó ungviðið sé enn að biðja um það. Sumarið er kannski helst til stutt...en hvað um það þó ég hafi verið löt við að skrifa hér þýðir ekki að ég hafi brallað neitt upp á síðkastið. Sultugerð á hug minn allann jafnvel þó ég hafi ekki unnið sultukeppnina (mér til mikillrar armæðu)
ég bjó þá til eftirfarandi sultu:
rifs 1kg
kirsuber 300gr frosin sem ég lét liggja í sérríi
svo var það vanillustöng frá madagasgar (en mamma gaf mér heillt búnt sem er öruglega gulls ígildi)
og sykur auðvitað

sultan hljóp ekki alveg nógu vel og varð helst til þunn, hins vegar á hún líklegast eftir að vera dásamleg út á ris allemand á jólunum.

í gær gerði ég svo krækiberjahlaup
notaði hinn yndisfagra kitchenaid þeytara til að merja berin
tók svo saftina og setti í pott með sykri og sítrónusafa
hafði sykur í minna mæli til að láta berjabragðið njóta sín
notaði hleypiefni að nafni gelatine
og úr var hið fínasta hlaup.

Svo gerði ég reyndar yndishindberjapæ líka læt kannski þá uppskrift hér síðar.

á döfinni er svo rifsberjachutney, uppskrift sem ég fékk á sólvallagötu,
oldstyle rifsberjahlaup og svo ætlum ég og Stella frænka að reyna við reyniberjahlaup....
spennó;)

Ummæli

Edilonian sagði…
Ómg! Rifsber, kirsuber og vanilla,
allt mitt uppáhald!! mmmm.....
Nafnlaus sagði…
Mikið hljómar þetta rómantískt :)
Móa sagði…
:)

annars þá er titill færslunnar tillaga að nýjum nöfnum á skoppu og skrítlu í ljósi nýs efnahagsveruleika á klakanum.....
hhahahhahahhahahhahhahahahhahahhaha
hum hum
Edilonian sagði…
HAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!
Móa sagði…
takk;)
Nafnlaus sagði…
vanilla í sultu! þetta hefði mér aldrei dottið í hug. þú hefur svo sannarlega opnað augu mín í sultugerð. þetta virkar ótrúlega girnilegt.

reyndar hefur mig lengi dreymt um myntu- og hindberjasultu. eða myntu og sítrónu. kannski eru þær full vorlegar.
Móa sagði…
bjó til rifs hindberja og myntu sulta var einmitt sultan mín í keppninni í fyrra.

Vinsælar færslur