fimmtudagur, 25. september 2008

haust

Jamm ég er netverutilvistarkreppu, eins og sést líklegast...myspace(hefur verið afskipt í þónokkurn tíma), feisbúkk, bloggið, myndasíðan er slatti mikil viðvera í tilbúnum heimi. Í heimi mannfólksins er alveg nóg við að vera...svo blogg um brúðkaupsferð, að börnin sem voru nýfædd í gær eru skyndilega orðin svo stór, kreppuráð, þvottafjallsbaráttan og svo auðvitað óendanlega gáfulegt blogg um allt milli himins og jarðar verður að bíða.
Læt þó flakka uppskrift af reyniberjahlaupinu sem tókst frábærlega hjá okkur Stellu:
slatti af reyniberjum tínd í garðinum og sett í frysti með greinum og laufum...

Berin sett í pott með greinum og laufum
epli skorin í bita (kjarni og hýði með)
látið sjóða í slatta af hvítvíni og epladjúsi (frakkar láta berin liggja í hvítvíni í marga daga)
þegar þetta er orðið að saft eru ber og epli sigtuð frá
saftin soðin með sykri einn á móti einum.

Hlaupið látið í krukkur og látið kólna yfir nótt með engu loki.
Það er afbragð með hreyndýri og með bláum osti auk þess sem það er mjög fallegt á litinn!

þriðjudagur, 9. september 2008

lune de miel

við erum á leiðinni í okkar eigin lune de miel/honeymoon/brúðkaupsferð... nei ekkert john og yoko upp í rúmi allan daginn með myndavélar í andlitinu, enginn gondóli,engin parísarklisja á pont neuf....Berlín... er áfangastaðurinn eða berlin by night. Það eru nákvæmlega þrjú ár sem við fórum þangað þá til þess að búa og við munum nú Gista hjá góðum vinum sem eiga einmitt heima beint á móti þar sem við áttum heima á danzigerstrasse. Annars er planið rómantískt og nostalgíst....smá frí frá tímon, púmba seríosinu og hinu daglega amstri (ekki hægt að uppljóstra öllu hér)Litlu píurnar okkar verða auðvitað í góðum höndum bæði hjá ömmu og afa á sólvöllum og ömmu rós!
Hins vegar er ég ásamt næstum allri þjóðinni byrjuð í líkamsrækt(bikiniform fyrir jólin), nánar tiltekið rope yoga(sem mér finnst hljóma einstaklega dónalega) fer í laugar(þangað sem hálf þjóðin fer) teygi líkamann og passa mig að flækja mig ekki. Hef hins vegar orðið þess áþreifanlega vör að það er ákveðið dresskóde í þessum bransa litirnir eru svart hvítt og rautt...allt annað er algjörlega úti og ég lít að sjálfsögðu út eins og selur dulbúinn fyrir gaypride...kannski maður fjárfesti í eitthvað aðeins meira smart fur gymmið þarna í deutschland!
síðsumarmyndir komnar...

mánudagur, 1. september 2008

kreppa og sulta

haustið er komið, nokkrar vikur síðan mér þótti of kalt til að gista í tjaldi þó ungviðið sé enn að biðja um það. Sumarið er kannski helst til stutt...en hvað um það þó ég hafi verið löt við að skrifa hér þýðir ekki að ég hafi brallað neitt upp á síðkastið. Sultugerð á hug minn allann jafnvel þó ég hafi ekki unnið sultukeppnina (mér til mikillrar armæðu)
ég bjó þá til eftirfarandi sultu:
rifs 1kg
kirsuber 300gr frosin sem ég lét liggja í sérríi
svo var það vanillustöng frá madagasgar (en mamma gaf mér heillt búnt sem er öruglega gulls ígildi)
og sykur auðvitað

sultan hljóp ekki alveg nógu vel og varð helst til þunn, hins vegar á hún líklegast eftir að vera dásamleg út á ris allemand á jólunum.

í gær gerði ég svo krækiberjahlaup
notaði hinn yndisfagra kitchenaid þeytara til að merja berin
tók svo saftina og setti í pott með sykri og sítrónusafa
hafði sykur í minna mæli til að láta berjabragðið njóta sín
notaði hleypiefni að nafni gelatine
og úr var hið fínasta hlaup.

Svo gerði ég reyndar yndishindberjapæ líka læt kannski þá uppskrift hér síðar.

á döfinni er svo rifsberjachutney, uppskrift sem ég fékk á sólvallagötu,
oldstyle rifsberjahlaup og svo ætlum ég og Stella frænka að reyna við reyniberjahlaup....
spennó;)