fimmtudagur, 26. júní 2008

af öðrum merkisviðburðum

þá tók yngri dóttir okkar sig til og kúkaði í kopp í fyrradag og í gær pissaði hún í koppinn, við hin þrjú klöppuðum og æptum af fögnuði yfir þessu afreki hennar og þótti henni þessi mikla hvatning ekki leiðinleg...þeir eru misjafnir áfangarnir í eðli sínu en merkilegir engu að síður.

brúðkaupið 21. júní,

tíu árum frá fyrsta kossinum inn á herbergi í hinni rómantísku mývatnssveit. Það var haldið síðasta laugardag í garðinum okkar hér í norðurmýri. Og já ég blogga...nýgift kona með giftingarhring á vinstri hendi. Ég er ekkert sérlega vön að bera hringa svo ég stend mig að því þessa daganna að virða fyrir mér hringinn endalaust. Þó ég hefði ekki haft trú á því breytist margt á þessum tímamótum, meira en bara það að nú kalla ég Arnar, manninn minn...það mun taka mig einhverja stund að venjast af því að kalla hann kærasta(sem mér finnst reyndar svo fallegt orð). Brúðkaupið okkar var fullkomið, sól skein í heiði og allt gekk eftir sem við höfðum vonast eftir. gestirnir, veigar og veitingar, hljómsveitin, skemmtiatriðin allt saman varð að hinu yndislegasta gardenpartýi. En það er ljóst að til að standa að einu brúðkaupi er eins gott að eiga góða að, við hefðum aldrei getað þetta án ykkar, Takk allir, þið vitið hver þið eruð:)
Annars erum við enn í einhvers konar spennuáfalli og þvílíku gjafaflóði...takk kærlega fyrir okkur öll sömul. Lauma einhverjum myndum í bráð en nú þarf ég að fara skipuleggja útilegur, piknikk og bakstur með dásemdarhrærivél;)

fimmtudagur, 19. júní 2008

eins og hálfs árs í dag

Karólína er eins og hálfs árs í dag sem er auðvitað merkisafmæli, eftir helgi fer hún í eins og hálfs árs skoðun, þetta þýðir að Ísold verður þriggja og hálfs árs eftir nákvæmlega tvær vikur(þær hafa gert þessa útreikninga mjög auðvelda fyrir máladeildarmömmu sína). Annars er brúðkaupsundirbúningur í sögulegu hámarki sem er auðvitað alls ekki ástæðan fyrir því að ég er að blogga um miðja nótt... Verð að segja að við erum bæði mjög hissa yfir öllu því sem maður þarf að hugsa um í sambandi við slík veisluhöld og jafnvel þó maður fari ekki amrísku leiðina. Allt kom þó fyrir ekki og komumst við familian í sögufrægan hjólatúr niður í laugardal á þjóðhátíðardaginn, börnin sátu í makindum í forláta hjólavagni á meðan ég dró þau og Arnar bisaðist við að hjóla á lánshjóli frá bróður mínum. Þetta var hin skemmtilegasta ferð, vorum fremur heppin að sleppa við allt mannhaf miðborgar, drukkum kaffi í blómagarði og dýfðum okkur svo í ylvolga laug. Það gefur auga leið að þetta verður stundað í sumar.

mánudagur, 16. júní 2008

fimmtudagur, 12. júní 2008

Furry happy monsters

hvers vegna bankastarfsmenn tala við mig eins og ég sé enn í unglingavinnunni skil ég ekki. og OMG á nafn mitt er minnst í Se og Hör get ekki sagt að ég fíli það,þó ég hafi ekkert á móti því að á unnustans sé minnst. við familian erum bara sátt við að horfa á muppets allan daginn ef út í það er farið og er einn fjölskyldumeðlimur að verða ansi loðinn eins og persónurnar í þessu myndbandi!

þriðjudagur, 10. júní 2008

gæsin

jamm ég var gæsuð um helgina líkt og ektamaðurinn tilvonandi var steggjaður(eins og sagt er frá í blöðunum). Mér tókst að vera algjörlega clueless með þetta til ðe end,þannig að surpræsið var algjört:) Dagurinn hefði ekki getað verið betur skipulagðari, ofsalega ánægð með að fara í rómó sveitalaug, svo var búið til eitt stykki stell handmálað af afskaplega smekklegum og myndarlegum vinkonum mínum:). Rúsínan í pulsuendanum (eða quesadillaendanum)Santa Maria algjörlega langbesti veitingastaðurinn í öllum alheiminum með besta mexikóska mat(mexikóskur matur auðvitað er hreinn unaður) ekki er það verra að hægt er að ganga út úr veitingastaðnum án þess að biðja um yfirdráttarheimild(dásamleg verð).
Sum sé dásamlegur dagur með yndislegum fljóðum!

laugardagur, 7. júní 2008

Ég hlakka óstjórnlega til jólanna...

there, i said it...vitur kona sagði mér að þetta væri flótti frá brúkaupsstressi...hvort sem það er satt eða ekki þá fékk ég mestu gæsahúð allra tíma í jólasenunum á sex in the city myndinni.Myndin er alls ekki fyrir fólk með snert af brúðkaupsangist en hún er samt æði... Ég er fullkomlega laus við dómgreind í sambandi við sex und da shití , ég bara dýrka þær...En að öðru en mínu sjálfhverfa sjálfi.
Litla Karólína er búin í aðlögun í leikskóla stóru systur, aðlögunin gekk glimrandi og Karólína algerlega tók allt saman í nefið( hún er reyndar óþarflega huguð þessa daganna og var næstum búin að dýfa sér í laugardagslaug hérna um daginn). Ísold mín er glöð og kát með að litla systir sé komin og er voða upptekin af vinkonum sínum á leikskólanum þessa daganna. K er farin að segja nokkuð mörg orð og skilja mikið. Hún er farin að segja nafn frænda síns, Júlíans(ÍJA) en það var einmitt líka fyrsta nafnið sem Ísold sagði.
annað af viti hef ég ekki að segja, morgunhani heimilisins vaknar nú eftir fjóra tíma svo ég ætla að "hitt ðe sakk"