vorið kom tveimur dögum fyrir sumardaginn 1.

það er prófatíð hjá mér og ég er frekar andlaus, ég virðist hugsa meira um verkefni og stúss sem ég þarf að klára þegar ég er búin með þessar ritgerðir.
Hins vegar eru stelpurnar hressar, sú litla alltaf að segja fleiri orð og sjöunda tönnin komin í hús, jaxl nánar tiltekið og hefur biðin eftir honum verið löng og spennuþrungin. Ísold tók smá svefntíma rebellion hérna um daginn og sagðist aldrei ætla að fara sofa eitt kvöldið. Hins vegar er ég sannfærð um að Í. sé b-svefntýpa og Karólína a-týpa, sem lýsir sér þannig að aldrei hefur verið neitt mál að láta Karólínu í svefninn á kvöldin en hún vaknar á bilinu sex til sjö, nær sjö ef við erum heppin. Ísold hins vegar hefur alveg sofið til níu, tíu og er stundum bara ekkert þreytt á kvöldin! Svo er það annað að þær sofa mjög ólíkt, Karólína sefur í einum rykk og vaknar næstum aldrei en Ísold virðist bæði sofa lausar og fá martraðir upp á síðkastið hefur hún verið að segja okkur frá alls kyns óraunverulegum hlutum um leið og hún vaknar sem við höldum að geti verið draumar. Já ég gæti skrifað og talað endalaust um svefn...
Við foreldrarnir fórum að hlusta á Í. syngja með deildinni sinni á leikskólanum um daginn, lag af plötu Hafdísar Huldar, englar í ullarsokkum. Ísold var því með vængi og í ullarsokkum yfir sokkabuxur. Söngurinn var yndislegur, krakkarnir svo klárir og þeir eldri voru meðfram því að syngja, að syngja á táknmáli(segir maður það?) litla barnið okkar stóð sig með prýði og var þetta eitt það krúttlegasta sem ég hef séð, sérstaklega undir endann þegar minnsti engillin(Ísold) fór að hoppa og dilla sér.
Eitt í viðbót er að leita að gammeldags tjaldi, þessum þríhyrningslöguðu frá seglagerðinni ægi, voru mjög oft appelsínugul á sínum tíma. Ef þið vitið um eitt slíkt sem ekki er verið að nota látið mig vita.M

Ummæli

Vinsælar færslur