vinnandi

Ég var að koma úr vinnunni! En ég er byrjuð í starfsnámi í þýðingum! Mér líst ótrúlega vel á þetta allt saman.
Annars var okrað þvílíkt á mér um daginn fékk pensilín út af hálsbólgunni sem var komin upp í enni og kinnholur(víðförult hor eða ætti ég að segja léttúðugt) pensilínið kostaði heilar fimmþúsund krónur og að meðtaldri læknisheimsókn, eyrnadropum handa K. og ýmissa lyfjanauðsynja varð ég næstum rúin að skinni. Nú ætla ég að mótmæla lyfjakostnaði með því að neita að verða veik, sjö níu þrettán! Svo ætla ég að reyna eftir bestu getu að gera mér ekki falsvonir um falsvor....mikið vildi ég að til væru kirsuberjatré hér í sveitinni því blóm þeirra á vorin taka öllum fram.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
þú ert alveg rosalegur bloggari:P, sjáumst:D
Móa sagði…
hahaha takk, bróðir sæll!

Vinsælar færslur