mánudagur, 28. apríl 2008

vá hvað ég fylgist ekki með tækninýjungum!

Sit á bókasafninu, með tölvuna mína, hlusta á tónlist í itunes og var að komast að því ég er tengd öðrum itunesurum hér inni og get óski ég þess hlustað á tónlist fullkomlega ókunnugra stúdenta....þannig sameinust við mannfólkið í tónlistinni:)
You are my litle pandabear...and i love you...Kimya dawson.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

gleðilegt sumar:)

ferskt er sumarloftið eftir rigningu! eftir annasaman dag bað litla(eldri) stelpan mömmu sína um að teikna fjölskylduna á magann sinn og líka Áslaugu Eddu frænku sína úr hlíðunum. Enda fékk hún að prufa fína hjólið hennar í dag á klambratúninu og sjálf fékk hún líka hjól í sumargjöf, lítið bleikt notað hjól með hvítri körfu en kannski heldur stórt. Litlan(yngri) fékk að prufa þríhjólið sem er líka heldur stórt á meðan við foreldrarnir hófum tiltekt í garðinum. Mamma mín tók svo við ömmustelpunum seinni partinn á meðan við sukkum okkur í öll hin verkefnin sem bíða okkar, ég að þýða og Arnar að búa sig undir sumarmetalþátt, en nú er ég einmitt að hlusta á hann. Gleðilegt sumar fólk til sjávar og sveita (og þið sem villist hingað í frumskóg einkalífs-hugsanna)

þriðjudagur, 22. apríl 2008

vorið kom tveimur dögum fyrir sumardaginn 1.

það er prófatíð hjá mér og ég er frekar andlaus, ég virðist hugsa meira um verkefni og stúss sem ég þarf að klára þegar ég er búin með þessar ritgerðir.
Hins vegar eru stelpurnar hressar, sú litla alltaf að segja fleiri orð og sjöunda tönnin komin í hús, jaxl nánar tiltekið og hefur biðin eftir honum verið löng og spennuþrungin. Ísold tók smá svefntíma rebellion hérna um daginn og sagðist aldrei ætla að fara sofa eitt kvöldið. Hins vegar er ég sannfærð um að Í. sé b-svefntýpa og Karólína a-týpa, sem lýsir sér þannig að aldrei hefur verið neitt mál að láta Karólínu í svefninn á kvöldin en hún vaknar á bilinu sex til sjö, nær sjö ef við erum heppin. Ísold hins vegar hefur alveg sofið til níu, tíu og er stundum bara ekkert þreytt á kvöldin! Svo er það annað að þær sofa mjög ólíkt, Karólína sefur í einum rykk og vaknar næstum aldrei en Ísold virðist bæði sofa lausar og fá martraðir upp á síðkastið hefur hún verið að segja okkur frá alls kyns óraunverulegum hlutum um leið og hún vaknar sem við höldum að geti verið draumar. Já ég gæti skrifað og talað endalaust um svefn...
Við foreldrarnir fórum að hlusta á Í. syngja með deildinni sinni á leikskólanum um daginn, lag af plötu Hafdísar Huldar, englar í ullarsokkum. Ísold var því með vængi og í ullarsokkum yfir sokkabuxur. Söngurinn var yndislegur, krakkarnir svo klárir og þeir eldri voru meðfram því að syngja, að syngja á táknmáli(segir maður það?) litla barnið okkar stóð sig með prýði og var þetta eitt það krúttlegasta sem ég hef séð, sérstaklega undir endann þegar minnsti engillin(Ísold) fór að hoppa og dilla sér.
Eitt í viðbót er að leita að gammeldags tjaldi, þessum þríhyrningslöguðu frá seglagerðinni ægi, voru mjög oft appelsínugul á sínum tíma. Ef þið vitið um eitt slíkt sem ekki er verið að nota látið mig vita.M

föstudagur, 18. apríl 2008

ÍSold


ÍSold, originally uploaded by pipiogpupu.

setti inn nýjar myndir á flickrið og þá aðallega af litlum þokkadísum, já getiði nú!

mánudagur, 14. apríl 2008

vinnandi

Ég var að koma úr vinnunni! En ég er byrjuð í starfsnámi í þýðingum! Mér líst ótrúlega vel á þetta allt saman.
Annars var okrað þvílíkt á mér um daginn fékk pensilín út af hálsbólgunni sem var komin upp í enni og kinnholur(víðförult hor eða ætti ég að segja léttúðugt) pensilínið kostaði heilar fimmþúsund krónur og að meðtaldri læknisheimsókn, eyrnadropum handa K. og ýmissa lyfjanauðsynja varð ég næstum rúin að skinni. Nú ætla ég að mótmæla lyfjakostnaði með því að neita að verða veik, sjö níu þrettán! Svo ætla ég að reyna eftir bestu getu að gera mér ekki falsvonir um falsvor....mikið vildi ég að til væru kirsuberjatré hér í sveitinni því blóm þeirra á vorin taka öllum fram.

þriðjudagur, 8. apríl 2008

dagurinn í dag

Fiskar: Þú ert að læra ýmislegt fróðlegt að einni af áhugaverðar persónunum í lífi þínu. Það er ekki eins og þú gleypir við öllu, en það er gaman að pæla í þessu.

Ég er orðin enn óþreyjufyllri en venjulega eftir einhvers konar mið-evrópsku vori, fullkomlega óraunsæ. En hvenær, má ég spyrja hefur raunsæi eða venjulegt þótt áhugavert... Annars er ég með hálsbólgu og er á leið í táaðgerð. En þar er að finna áhugaverða manneskju í mínu lífi, dásamlegur fótsnyrtir. Nú vantar bara að pallbílaeigendur flytji til texas eða fái sér hjól, það má vera pallur á þeim hjólum mín vegna.

fimmtudagur, 3. apríl 2008

vörubílasinfónía

Þeir eru staddir á snorrabrautinni sem stendur eða eru að umkringja norðurmýrina hávaðinn er slíkur, þeir minna mig á bubba byggi þeir eru eitthvað svo krúttlegir svona farmslausir og litlir...Þurfum við ekki að fara skapa teppur í matvörubúðunum og flauta og gera alla brjálaða, matarverðið má nú bara ekki hækka mikið meira

þriðjudagur, 1. apríl 2008

móa finnur lykt af vori...


fórum enn eina ferðina á barnaspítalann í dag með skottið litla, hún er s.s. lasin. Góðu fréttirnar eru þær að hún er orðin 8.2 kíló sem er frábært því hún hefur staðið í stað svo lengi og fallið á kúrfunni. Já ég er eitthvað svo himinlifandi yfir þessu að mig langaði að segja öllum heiminum frá. Eins og sést á myndinni hér að ofan þá eru
allar þessar áhyggjur og veikindi búin að gefa mér þessa fínu bauga.
Annars fór ég frábæra kvennfélagsferð (Herðubreiðar) í sumarbústað þar var margt brallað en um það má auðvitað ekki spjalla hér á alvefnum. Arnar sá um börn og bú á meðan auðvitað með prýði. Ísold er voða mikið í ástarjátningunum þessa daganna, tók á móti litlu systur með þessum orðum í dag "Ég elska þig Karólína mín" og smellti á hana kossi. Við mig sagði hún þegar ég tók Karólínu úr skónum " sko, dugleg varstu, ég elska þig mamma" og fyrir svefninn sagði hún "mamma, pabbi og karólína elska ísold heitt"...sem sagt með jákvæða hvatningu og tilfinningahitann alveg á tæru. Í dag fann ég fyrir vorinu í fyrsta sinn og það var yndislegt.