þriðjudagur, 25. mars 2008

hamingjusund


Ég mæli með: ristuðu brauði með gráðosti og páskaeggi frá nóa...ummmmmmm dásamlegt; sundleikfiminni í vesturbæjarlauginni en ég verð að vera með litríka sundhettu eins og hinar konurnar næst; kræklingatínslu og áti með góðum vinum; að horfa á vídeó á morgnanna...ég dýrka það og að lokum mælist ég til þess að vorið láti sjá sig.

þriðjudagur, 18. mars 2008

afmælissimo

Þegar við vöknuðum í morgun segir Ísold við mig
"þú átt ekki afmæli núna á þá pabbi afmæli?"
Við bara fáum ekki nóg af afmælum hérna á auðarstræti. Afmæli mitt var yndislegt, það var lögð heil helgi undir heilagan Patrek enda ekki annað hægt.
Ég fékk dásamlegar gjafir og þar á meðal kampavínsfreyðibað frá mínum heitelskuðu sambýlingum sem ég ætla í eftir tilfinningaskyldunna.
Annars er ég nú orðin þrjátíutveggja og hef ég lært heilmargt síðan á síðasta afmæli t.d. að blanda cosmopolitan kokteil, að lita á mér hárið smjörappelsínulitað(það stóð blondissimo á pakkanum) og meira að segja eitthvað gáfulegt en hver nennir að lesa eitthvað mont. Takk allir fyrir allar kveðjurnar á mæspeis, feisbúkk, í smsum, símleiðis og feis tú feis....mér þykir svo vænt um það. Ban thai, lín, herðubreið, dansfélagi og aðrir fiskar fá líka sérstakar þakkir;)

Hér er ennþá veikindaástand, litla Karólína var víst öllum til mikillrar furðu með lungnabólgu...og einhvern slímtappa í lungunum sem við og sjúkraþjálfari erum að banka úr henni. Hún er líka komin á svaka járnmixtúru. Hún er nú samt ótrúlega hress, farin að segja helling að orðum, með betri lyst en ekki alveg nógu dugleg að hósta þessu hori upp úr sér.
Ísold er búin að vera mjög hress undanfarið en vaknaði með smá hitaslæðing í morgun, um daginn sagði ég við hana og skrifaði á töfluna hennar--við viljum vor-- hún bætti við "ekki hor", sem sagt nýja mottóið okkar. Hún segist líka elska súkkulaði og er ákaflega stolt af því að vera með brjóst og nafla.

miðvikudagur, 12. mars 2008

Móheiður

Konunafn, líklega "móður+heiður"...: hugbjört.
fann þetta í gömlu íslensku orðabókinni sú er var í eigu pabba, eins allar þær sem sitja hér á gamla skrifborðinu hans sem ég sit einmitt við akkúrat núna. það er dásamlegur ilmur í þeim.

mánudagur, 10. mars 2008

Juno


fór á dásamlega bíómynd í gær, Juno, stelpurnar munu fá að sjá þessa mynd á unglingsárunum í stað kynfræðslu af hálfu móður þeirra, það er víst. Tónlistin í myndinni er frábær, ótrúlega mörg uppáhaldslög og uppáhaldstónlistarmenn (kimya dawson sjá tengil til hægri). Ég kom heim afar æst yfir þessu og segi Arnari frá því að við verðum að útvega okkur þetta. Þá hafði hann fengið plötuna inn um lúguna fyrir helgi... ég er alveg hætt að greina hvað við eigum af tónlist. Nú eru stelpurnar í leikskólanum og við Arnar miklu hressari eftir að hafa fengið mikla hjálp frá mömmum okkar.... Mömmur eru æði, hvar væri maður án þeirra.
Í gær átti merkisvinkona afmæli, til hamingju Tinna! Í dag á æskuvinkona mín afmæli sem var herbergisfélagi á fæðingardeildinni og þá er vika í afmæli mitt, Jibbí.

fimmtudagur, 6. mars 2008

nú er nóg komið!

Mér hefur fundist nóg komið frekar lengi núna, ég hef reynt að detta ekki í sjálfsvorkunarpyttinn, margir hafa það mun verr, ég veit. Hins vegar erum við nú familian búin að setja norðurmýrarmet í samfelldum veikindum pestum og fleiri horrbjóði. Nú þegar við vöknuðum öll fjögur með magapest af verri endanum og tilheyrandi var mér eiginlega allri lokið. djöfull er mér farið að þykja þetta ástand ömurlegt. Nú er nóg komið, þið þarna guðir guðleysingja!
ps. það er ekki bannað að kommenta...

mánudagur, 3. mars 2008

Lumi for Jussi and Maja


Lumi for Jussi and Maja, originally uploaded by pipiogpupu.

snjór snjór endalaus snjór...merkilega líkt orðinu sjór. Fórum út á land fyrir helgi þar sem minn kærasti hélt fyrirlestur um pönk. Jussi var eitthvað að kvarta yfir snjóleysi í sínu landi svo ég bauðst til að senda honum okkar enda búin að fá nóg í bili. setti inn helling af myndum af stelpunum líka þær eru hreint ómótstæðilegar, prinsessurnar mínar. Í dag á æskuvinur minn afmæli, hann Olsen sem þýðir að ég á afmæli eftir tvær vikur, Úha!

sunnudagur, 2. mars 2008

tveggjabóluhlaupabóla

Það er saga að segja frá þvi, við erum sem sagt búin að bíða eftir hlaupabólunni á litla snúð núna síðan sú eldri fékk hlaupabóluna fyrir tæpum þrem vikum. Okkur var tjáð að við þyrftum líklega að bíða í þrjár vikur...það stóðst, við eyddum þessum þrem vikum í það að stara rannsakandi á barnið á degi hverjum. Í síðustu viku stóð biðin í hámarki því hún var heima vegna asmans. Á Hlaupaársdeginum þegar allir voru voða ruglaðir í útvarpinu, birtist ein pínulítil bóla á hálsinum og ég hugsaði ok, nú hlýtur hún að fara bresta á. En ekki virtist bóla (hihihih) á fleirum og ég pældi ekki meira í því. Daginn eftir var bólan eina orðin aðeins stærri... og síðla dags birtist ein á bakinu, dararardada. Eitthvað fannst okkur hún vera með hitaslæðing en samt vorum við ekki viss. Ætli þær komi ekki í nótt hersingin frá bólu. Í dag voru bólurnar tvær,systurnar, farnar að sverja sig í ætt við hlaupabóluna, stærri með vatni í. Hins vegar komu ekki fleiri bólur hvorki í nótt né í dag og það þrátt fyrir miklar rannsóknir, stækkunargler og alle græjer. Karólína litla með litlu bólurnar tvær var ekki með hita í dag en þó aðeins minni í sér en venjulega.Hver hefði trúað því að hlaupabóla væri efni í spennusögu. Hitt veit ég að pabba hefði þótt þetta skondin hlaupabóla sem kom á hlaupársdeginum. Góðar stundir.