málað, squattað og bloggað

Í fyrri nótt vöktum við Ísold frá fjögur til sex og horfðum út um gluggann þar sem snjóinn kyngdi, birtan og friðsældin, allt var fullkomið og við svo grunlausar um óveðrið sem átti eftir að skella á. Hins vegar er ég farin að mála eldhúsinnréttinguna, já enn á ný. Reyna að bæta fyrir mitt eigið klúður. Í þetta skiptið mála ég í stíl við fagra snjóbreiðuna, í hvítum. Í gær málaði ég eina umferð af grunni og aðra af lakki. Ég er með konstant höfuðverk af lyktini svo það var ákveðið að fjölskyldan skyldi squatta aðra íbúð í norðurmýrinni, hjá móður minni að sjálfsögðu. En það var eitthvað óendanlega rómantískt við óveðrið, ófærðina, vesenið sem myndaðist í veðrinu í gær og svo var notalegt að fara í frí eitthvert annað þó það væri ekki nema rétt yfir götuna. Nú þarf ég að mála enn aðra af lakki áður en hausinn minn springur.

Ummæli

Vinsælar færslur