fimmtudagur, 31. janúar 2008

Stjörnuspá

---
FiskarFiskar: Þig langar til að eyða deginum í draumalandi, en hagsýni hlutinn af þér finnst það tímaeyðsla. En það er ekki satt. Fantasíur halda manni gangandi.
-MBL-

miðvikudagur, 30. janúar 2008

lítil stelpa liggur á öxl minni og handlegg. ég vélrita með hinni. will oldham ruggar henni með vögguvísu og ég kemst í angurvært mók. janúar senn á enda hvað tekur við, hvað er á næstu síðu.
---

mánudagur, 28. janúar 2008

loksins

hef ég tíma til að taka prófið hennar Eddu. Þýðir víst lítið að argaþrasast út í þessi stjórnmál endalaust, þetta hefði auðvitað verið gullið tækifæri fyrir pabba að snúa mér til anarkisma.
jæja here goes, fur Edda
Q: Kysst einhvern sem er í topp vinum hjá þér?
A: aðeins saklausa á kinnar

Q:Verið handtekin?
A: nei

Q: Kysst einhvern sem þér líkar ekki við?
A: jú ætli það ekki

Q: Haldið á snák?
A: nei og hef mikla fóbíu fyrir þeim

Q: Verið rekin úr skólanum?
A: nei

Q: Sungið í karíókí?
A: já

Q: Gert eitthvað sem þú ætlaðir þér ekkert að gera?
A: Nei...einmitt er það ekki í eðli mannsins hreinlega. Svarið er því JÁ

Q: hlegið þar til að þú fórst að gráta?
A: já

Q: veitt snjókorn með tungunni
A: já nú síðast í morgun

Q: kysst eh í rigningunni?
A: já

Q: Sungið í sturtu?
A: já

Q: Setið á þaki?
A: já

Q: Verið ýtt í sundlaug í öllum fötunum?
A: nei

Q: Brotið bein?
A: ne

Q: Rakað hárið þitt (sko á hausnum)
A: nei

Q: Strítt einhverjum?
A: já

Q: farið í leikinn yfir?
A: já

Q: skotið úr byssu?
A: nei

Q: gefið blóð?
A: nei

Q: var skólinn lærdómsríkur?
A: já það er spurning.

"hver var seinastur/seinust"

1. sem þú bakaðir súkkulaði köku með?
með Ísold fyrir afmæli hennar.

2. en pönnsur?
ég baka á meðan Ísold sporðrennir þeim.

3. Sem þú varst í bíl með?
Karólínu á leið í leikskólann

4. Fórst í kirkju?
það man ég ekki

5.fórst í "mall" með?
Karólínu

6. Sem þú talaðir við í símann?
mömmu

7. Kom þér til að hlæja?
stelpurnar litlu títtnefndu

8. þú varst í tölvunni?
augljóst

10. Sem þú týndir einhverju?
er alltaf að týna einhverju en finn mjög oft aftur.


VILT ÞÚ FREKAR....??
1. Gat í naflann eða í tunguna?
nógu götótt en spurning um tattú

2. Alvarleg eða fyndin?
fyndin og alvarleg einstaka sinnum

3. Drekka kúamjólk eða hestamjólk?
soja

4. Dáið í eldi eða vera skotinn?
hvers konar spurning er þetta, viðheld vestrænni hefð og trúi á eilífðina

VELDU ANNAÐHVORT..BARA EITT!!

1. sól eða tungl?
tungl

2. Haust eða vetur?
haust

3. rétthent eða vitlaus hent?
rétthent

4. rigning eða rok?
rigning

ALMENNAR SPURNINGAR!

6. hvar býrðu?
Norðurmýri

8. Viltu giftast einhvern tíman á lífsleiðinni?


9. Hefurðu smakkað hreindýr?
ummmjá

10.Hefurðu borðað S.P.A.M (þ.e.a.s. ef þú veist hvað það er)
nei og veit það ekki

13. Eldarðu stundum?
já,

14. Skapið núna?
Ekta mánudagur en samt fínt

Á SÍÐUSTU 48.KLST HEFUR ÞÚ...??

1. kysst einhvern?
já, börn og mann

2. Sungið?
söng í bílnum Richard hawley(held ég)

5. Dansað ?
nei en dansa í kvöld

6. Grátið?
nei, ótrúlegt
þá veistu það Edda og þið hin líka.

fimmtudagur, 24. janúar 2008

versti dagur ársins

Einhvers staðar las ég að 21 janúar væri samkvæmt vísindalegum niðurstöðum versti dagur ársins. Hins vegar held ég að 24. janúar hafi náð að toppa það með fullkomnum ömurleika. Valdaránið svívirðilega líklega hápunkturinn. Ég fékk auðvitað niðurgang af ósköpunum, ég er ánægð með þá sem fóru og mótmæltu á pöllunum. Sjálfstæðismenn og leppurinn þeirra virðast ekki hafa hugmynd um þýðingu orðsins lýðræði. Kosningar takk!

þriðjudagur, 22. janúar 2008

Nei haltu nú kjafti

Ég hélt bókstaflega að þessi janúarmánuður gæti ekki orðið verri, en jú. Tapsárir og bitrir kolluklæddir sjálfstæðismenn tóku að sér á að sýnast vitfirrtan mann til að yfirtaka borgina á ný. Þeir verða bara að hafa völdin annað er óásættanlegt. Þessi undarlegi maður sem var að bjarga sjálfstæðismönnum úr eigin klípu finnst mér ekki mjög spennandi kostur, en að hann hafi ekki ráðfært sig við varakonu sína sýnir hversu úthugsað þetta var og ekki finnst mér það mjög velferðarleg eða jafnréttisleg hugsun. Málefnasamningur kemur ekki í stað góðra verka og frammúrskarandi borgarstjóra. Þar að auki skil ég ekki hvers vegna hann var að svíkja hinn "góða" borgarstjóra eins og hann orðaði það sjálfur ef hann var svona hrifinn af honum. NEi ó sei sei nei. Hvað sem má segja um tilurð meirihlutana, fannst mér Dagsstjórnin fín og ég sé eftir henni. Nú þurfa borgarbúar hins vegar að súpa seyðið af valdagræðgi og eigingirni stjórnmálamanna. Mér finnst þetta ömurlegt...Hvernig væri að mótmæla sýna að okkur sé ekki sama um hver fer með hagsmuni okkar. Kosningar takk!
Heimilisástandið er svona svona Karólína fór beint úr ælupest í kvef og fengum það svo staðfest að hún hefur ekki þyngst nóg undanfarið og er allt of létt. Þannig að hún er komin á rjómasmjör og sultu kúr, má alls ekki drekka vatn því það inniheldur ekki kalóríur og eins og staðan er þarf Karólína kalóríur. Já merkilegt nokk. Ísold fór hins vegar í fyrsta sinn til tannlæknis í dag sem gekk bara vel þannig séð. Hún grét ekkert og leist vel á umhverfið. Hins vegar var hún treg til að opna munninn en þetta var ágætis aðlögun og ekki verra að fá verðlaun.

föstudagur, 18. janúar 2008

lönguæluvitleysa

titillinn lýsir ástandinu á heimilinu undafarna viku. Nenni nú ekkert að fara nánar út í það, ekkert sérlega lekkert... Hins vegar mætti ég í dansinn, í skólann og er enn einu sinni virkilega að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera í framtíðinni. Yesserí, ég hreinlega skil ekki fólk sem er með þetta allt saman á hreinu á unga aldri, smíðar plan og fer eftir því. Og hvernig er hægt að gera eitthvað eitt þegar mann langar helst að gera þúsund hluti. Já svona var nú það, heimsókn í heilann minn! Ekkert sérlega spennandi, áhugavert eða hvað. Bloggið er sönnun þess að það er ekkert svo krassandi að skyggnast inn í hugsanir fólks og stundum er það hreint og beint dead boring. En snjórinn er fínn, myrkrið bjartara og gráminn bleikari.

mánudagur, 14. janúar 2008

best of 007

jæja hvað er svona best of godammit, ég er í einhverju minnisleysisþunglyndiskasti en ætla gera það samt.

Vísitölufjölskylduárið 007.

001. prjón ársins, sekkurinn yesserí ógeðslega flottur sekkur úr djúpfjólublárri lamadýrsull handa Karólínu...hum hum á bara eftir nokkrar umferðir og saum(og já hún mun passa í hann).

002. tónleikar ársins, Björk auðvitað og lagið I declare independence. Þvílíkt lag, statement, æði. Hringdi í Vonbjörtu til Færeyja í sæluvímu á eftir.

003. skemmtun ársins
; kántrítónleikar í litla þorpinu okkar Beaureceuil undir stjörnubjörtum himni,lugtir og 33 cl flöskubjór ekki skemmdi dans rhinoceros-konunar.

004. Ferðalag ársins; Dvölin í beaureceuill við fjögur, mamma og Júlían. Þvílík ævintýri, Æskuslóðirnar, madame et monsieur demaria fyrrum nágrannar, húsið, sólin, la Sainte Victoire, les coqliqots, maturinn, markaðurinn.....ummmmmmm þetta var guðdómlegt í alla staði fullkomin ferð í heimahaga, til fortíðar og til framtíðar...
ohh já við lifum enn á þessu verður að segjast.
Og ferð okkar Tinnu til Glasgow, var geggjuð verslað af okkur fæturna og jólagjöfum bjargað, borðað úti og gott mömmufrí.

005. leiðinlegt ársins
; að missa af brúðkaupum tveggja vinkvenna, að tölvan hans arnars krassaði rétt fyrir jól, jónasar hallgrímssonar skemmtunin,að hafa eyðilagt eldhúsinnréttinguna, veikindin eyrnabólgur, kvef,lungnabólgur og rsvírusar ohh ömurlegt.

007 plötur ársins
; íslenskt þá finnst mér Hjaltalín og Ólafar Arnalds við og við og volta/Björk. Ekki endilega í þessari röð eða einhverri röð.
erlent man ekki en er alltaf að hlusta David bowie safnplötuna seinna tímabilið þ.e. eitís...scary monsters og það allt já og svo vaselines sem kom út í den tid.

008 afrek ársins; Allar þvegnar þvottavélar, gólf og allt það sem góðar húsmæður gera án nokkura svitaperlna eða sjálfhóls; canard a l'orange sem ég eldaði í bústað á gamlárs; Ferðalagið frá marseille til reykjavíkur sem byrjaði klukkan 600 að staðartíma og endaði 300 að staðartíma, á einum tímapunkti var ég að því komin að kyrkja flugvallarstarfsmann á charles de gaulles sem kunni ekki á hátalarakerfið né að panta strætó til að ferja farþega að flugvél, Karólína í magapokanum kom í veg fyrir það.

009 bók ársins; Öll trixin í bókinni eftir Arnar Eggert Thoroddsen og Sandárbókin eftir Gyrði Elíasson.

010 ljóð ársins; ljóð eftir mig, lyngmóar sem kom út í sýningarskrám á öllum norðurlöndum

011 matur ársins
; maturinn sem mamma eldaði á hverjum degi í beaureceuill, þvílík snilld og hvílíkur kokkur.

013 Börn ársins Ísold og Karólína, dásamlegar í alla staði. ÓTrúlegt hvað þær hafa stækkað og þroskast og farnar að leika saman eins og vindurinn. svo auðvitað öll hin börnin sem fæddust á þessu dýrðarári og bara öll börn. Börn eru yndisleg.Vonir ársins 2008
Meiri snjó, gifting okkar Arnars í sumar, vinnu handa mér, færri veikindi, að sleppa við augnaðgerð, hitta jussa og maju í helsinki og þá viivi og sonju líka.
Að lokum Meira sund meiri hamingja.

miðvikudagur, 9. janúar 2008

Jólastelpurnar okkar


Jólastelpurnar okkar, originally uploaded by pipiogpupu.

hlóð inn þvílíkri mergð af jólamyndum gat ekki hætt. Annars er ástandið hér ekki beysið, ég með massíva sýkingu í auga, Arnar með Tannpínu og Ísold skott með hálsbólgu. Karólína heldur því upp fjörinu þessa daganna.

mánudagur, 7. janúar 2008

hátíðirnar búnar

Já jólin búin og barnaafmælin tvö, nú tekur raunveruleikinn við. Undanfarið hefur svefninn verið með versta móti hér í norðurmýri þar sem eldri stelpan er hrikalega hrædd við lætin, jafnvel þó maður geti leikið hugrakkann sjóræningja í veislum er ekki þar með sagt að maður fíli írakseftirlíkingarlætin. Ég skil barnið mjög vel átti mjög erfitt með þetta þegar ég fluttist til íslands, fannst ótrúlegt að sjá frændsystkyni halda á blysum og jafnvel skjóta upp rakettum. Nóg var að halda á stjörnuljósi. Nei ó nei hingað og ekki lengra nú hef ég á tilfinningunni að fólk kaupi endalaust af sprengjum og ekki er mikil ljósadýrð, aðallega óhljóðadýrð. Þetta verður líka argaþras ársins hjá mér, því nóg get ég þrasað um þetta. Nú situr umrædd stelpa í næsta herbergi og er að leira kolkrabba, orma og rólóró og er að syngja "sparaðu hvítlaukinn Hallgrímur minn". Lasin eftir allt svefnleysið býst ég við.
Sjálf lofa ég best of 007 og jólamyndum...

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Þriggja ára í dag


Þriggja ára í dag, originally uploaded by pipiogpupu.

2. janúar 2008. Ísold mín frumburðurinn er þriggja ára í dag. Hún er afskaplega ánægð með áfangann og talar um lítið annað en ísinn sem hún ætlar að fá í veislunni. Hins vegar er hún frekar hrædd við flugelda svo það var eins gott að við familían vorum í bústað á áramótunum sjálfum. Hún er nú dugleg að finna skýringar á öllu og sagði mér það að henni þætti þessir hurðaskellir í honum Hurðaskelli ekkert þægilegir(hávaðinn í flugeldunum). En það er ekkert ólógíst að hurðaskellir sjálfur sé að skapa svona skarkala á leið heim til grýlu.
Ísold er voða stolt af litlu systur sinni sem labbar út um allt þessa daganna og þær farnar að leika slatta mikið saman.
Mér sjálfri finnst ekkert svo langt síðan hún var alveg pons, liggjandi á mér og við báðar furðu lostnar yfir öllu saman. Þá minnti hún á lítinn trjáfrosk kuðluð upp að bringunni og hún á reyndar þessa takta enn til . litla yndið mitt.
Annars gleðilegt ár allir