miðvikudagur, 29. ágúst 2007

stelpurnar Í, M og K


stelpurnar Í, M og K, originally uploaded by pipiogpupu.

áttum smá kvalitítime á laugardaginn þar sem karlfólkið tók mynd af kvennfólkinu. Annars er bara mikið að gera svo að seinna....
ps setti inn myndir frá síðsumri

laugardagur, 25. ágúst 2007

pabbaafmæli

jamm í dag. Sakna hans og margar spurningar brenna á mér, ætlaðar pabba. Honum þótti ég með forvitnari manneskjum. Já já annars kemur þetta ykkur ekkert við en stundum bara eitthvað...
anyways haustið er most definitely komið sundlaugar fyllast af skólasundkrökkum, keyptur pollagalli, fuglarnir farnir að syngja haustsönginn vantar bara að Hörður Torfa boði til tónleika og þá er haustið officially on.

fimmtudagur, 23. ágúst 2007

má blogga smá

Var að klára risaþýðingu sem á að skilast í lok vikunnar svo ég leyfi mér þann munað að blogga(hvað sem það nú er).
Verð að segja að mér finnst ég stundum búa í andrésblaði, af hverju er annars litlausi borgarstjórinn okkar að taka einn ískáp úr vínbúð í miðborginni? til að kenna íslendingum að drekka vín, til að fólk hætti að kaupa sér vín niðri í bæ, til að fullir unglingar hætti að láta eins og bavíanar niðrí bæ eða til að rónarnir hætti að drekka. Nei ég veit ekki til hvers en mér finnst þetta eiginlega bara fyndið og sorglegt í senn.
Annars eru þetta vonandi einu sumarprófin sem ég mun nokkurn tíman skrá mig í sjálfviljug, það er hálf ömurlegt að hafa þetta hangandi yfir sér allt sumarið, sérstaklega þar sem maður kemst sjaldan í þetta vegna óþrjótandi barnastúss.
Í dag bættust síðan áhyggjur við vegna þess að hún Karólína kemst ekki strax inn á leikskólann og ekki útséð um hvort hún kemst inn. Ekki að við viljum losna við litla geðþekka skriðdýrið okkar en fullt nám mitt og Arnars vinna er svolítill pakki. En það getur ekki annað en reddast! eða hvað?

mánudagur, 20. ágúst 2007

haustverkin+sumarprof-menning

ówell, hef ekki verið neitt sérlega dugleg á þessum vettvangi en þar sem ég á að vera að læra akkurat núna þá...
Heimilið barnlaust en ekkert sérlega laust við að þurfa smá tiltekt, langar alltaf að laga til á verstu tímum. Helgin fór í smá haustverk, við Ísold tíndum rifsber úti í garði á meðan Arnar og Krílína( nýja nicknamið þar sem hún K. hefur staðið í stað á kúrfunni og aðeins þyngst um 300gr á þremur mánuðum)horfðu á og skriðu út um alla lóð. Á laugardagsmorgni var svo farið snemma á fætur, og ég fór í að búa til sultur á meðan feðginin þrjú voru sett fyrir framan sjónvarp. Fyrir klukkan ellefu hafði ég svo búið til slatta af rifsberjahlaupi og líka Norðurmýrarsultu(mín eigin uppfinning í bland við stuld á franskri uppskrift!). Með hana var brunað út í mosfellssveit í sultukeppnina og þannig sluppum við algjörlega við að gera nokkuð menningarlegt á menningarnóttina! Tada.... Úrslit voru kynnt kl 15 og ég fékk ekki verðlaun, sem hefði ekki verið neitt svekkjandi ef ég hefði ekki verið með 6 efstu. Næst ætla ég að vinna það er alveg ljóst. Keyptum svo ferskt grænmeti á markaðnum sem við gæddum okkur á um kvöldið.

Uppskrift að Norðurmýrarsultu:
Rifsber soðin með einni ferskju í pott og síðan ferskja, stönglar og ber sigtuð frá safanum.
í öðrum potti hindber og mynta soðin saman
Síðan er þessu blandað saman og sykrinum bætt útí.
Hlutföll eru alltaf 1/1 af sykri og berjum sem þýðir eitt kíló af berjum á móti einu kílói af sykri.
Í þetta skiptið reyndi ég að hafa sykurmagnið í minna lagi og slumpaði bara.
Sultan er ljúffeng verð ég bara að segja.

mánudagur, 13. ágúst 2007

Ísold með fjall í hárinu


Ísold með fjall í hárinu, originally uploaded by pipiogpupu.

Komum heim í gær eftir vel heppnaða heimsókn á Grundarfjörð til Ragnheiðar og Steinunnar. Grundarfjörður er mjög fallegur bær og Kirkjufellið fallegasta fjallið, Ísold og Steinunn léku sér sem aldrei fyrr og við slökuðum á. Það jafnast ekkert á við íslensku sveitina. Ég væri alveg til í sætt hús í fallegum bæ út á landi með útsýni til fagurra fjalla, hreint loft og óendanlega mikið pláss fyrir litlu dísirnar okkar. Hvenær við flytjum næst veit ég ekki en það má alltaf dreyma. Bílferðirnar hins vegar geta verið ansi erfiðar, sérstaklega þegar ég sit milli grátandi barna. Setti inn myndir af Grundarfjarðarferð og Hjalteyrarferð.

fimmtudagur, 9. ágúst 2007

til hamingju með afmælið í gær tinna mín


þann áttunda áttunda núll sjö.
afsakið hlé sagði tölvan þegar ég reyndi skrifa þetta í gær. Tölvan fraus og svo fór ég að eltast við speedy gonzales sem er meira en lítið mál: Karólína sem sagt ætlar að slá öll met, skríður ofsahratt, stendur upp við hvert tækifæri og tekur jafnvel skref. Ekki er hægt að segja að hún hafi þessa eiginleika frá mér sallarólegri. speedy fékk svo fyrstu tönnina á leið norður um versló-ein komin hellingur eftir!
Annars finnst mér eiginlega bara komið haust, hvort það er rigningin, dimman eða rigningin veit ég ekki en áhugi minn á kertaljósum og prjónaskap eykst með hverri mínútunni af rigningu.
Mig vantar nokkur ráð í uppeldinu; hvernig segir maður ómálga barni að ryk, sandur, steinar, fjaðrir, límmiðar séu ekki til átu.