þriðjudagur, 31. júlí 2007

Ef maður er hjátrúarfullur og trúir á mýstíska hluti hvað þýðir það þá þegar maður sér 9 austurlenska búddamúnka á barnsaldri í eitís strætóskýli á digranesveginum á meðan finnskur poppari syngur heart of glass með blondie á móðurmáli sínu í útvarpinu.
djöflasýra!

föstudagur, 27. júlí 2007

fríið


mæðgur, originally uploaded by pipiogpupu.

dældi inn helling af provence myndum. ferðasögu var lofað: í nokkrum setningum þá var þessi dvöl dásamleg, þrjátíu stiga hiti upp á dag en samt gola, sveitahúsið var fullkomið með villtum garði og lítillri á, þar fyrir handan gulur hveitiakur undir hvítri fjallshlíð Sainte Victoire. þar vörðum við miklum tíma við að slaka á, skoða garðinn og dýralífið og svo borðuðum við dýrindismat á hverju kvöldi sem listakokkurinn mamma reiddi fram úr velvöldu suður-frönsku hráefninu. Dögunum eyddum við með ferðum til Aix, á markaðinn, á æskuslóðir mínar, í heimsóknir til fjölskylduvina, í skoðunarferðir í lítil þorp, á ströndina(Ísoldar uppáhald) og meira að segja einn daginn í stórborgina Marseilles. Síðla dags vorum við yfirleitt komin snemma svo stelpurnar gætu aðeins slakað á, þá fór Ísold oft á "rólóró" með pabba og Karólína vildi fá sinn kvöldmat klukkan sex ekki mínútu fyrr né síðar(hún var nokkurs konar klukka í tímaleysinu). Síðan voru systurnar baðaðar saman og beint í háttinn. Kvöldin eyddum við í að skeggræða (Arnar skeggjaði ræddi sérstaklega) og lesa, lesnar voru upp kvöldsögur og skemmtiþættir. Því þarna var ekkert net né sjónvarp og einmitt vegna þeirrar staðreyndar var fríið mjög mikið frí.
Við lentum auðvitað í ýmsum ævintýrum sem verða kannski sögð síðar. Mér fannst tímabært að koma aftur til Aix og finna hvaðan ég kem að einhverju leyti en líka finna hvers vegna ég vildi flytja til Íslands á sínum tíma og hvers vegna mér finnst gott að búa á Íslandi. Aix var bæði mjög breytt og töluvert minni en líka alveg eins, og mér fannst eins og sums staðar þá þekkti ég hvert tré og hverja gangstéttarhellu. Gæti vel hugsað mér að flytja aftur til Aix eitthvað tímabundið en þetta eru svo sem allt vangaveltur. Jæja man ekki meir, kæra fólk.

fimmtudagur, 19. júlí 2007

jahá

við Arnar og Ísold urðum undrandi þegar sjö mánaða unginn(s.s. Karólína sem er sjö mánaða í dag) stóð upp í rúminu sínu áðan... jahá. Þá er spurning þarf að lækka rúmbotninn strax? jamm og jæja

úr pottinum

A:Hvað er þetta með ingibjörgu, hún hefur ekki hætt að brosa síðan hún komst í embættið.
B: hún brosir nú ekki jafn breitt og Geir (Innslag ritara: gerir það einhver?)
C: sjálfstæðismenn segja að munurinn á davíð og geir sé að sjá megi munnvikinn á geir í hnakka hans en brosið hans davíðs
hætti við eyrun!...
A;B OG C hahahhahahhah
A: En hvað með Ingibjörgu alltaf á einhverju flandri?
B: geir kemur því náttúrulega þannig fyrir að hún sé ekkert á landinu, snýr vélinni í loftunum sé þess þörf.
Aftur HAHAHHAHAHAHHAHAH
A:En þeir áttu ekkert með að skrifa okkur undir þetta Íraksstríð; VIÐ ERUM FULLVALDA ÞjÓÐ (með þjóðrembuáherslu)
B; Nei ég segi það með þér, hvernig eigum við þessi smápeð svo að verja okkur.
C; Látum við ekki björn og Víkingasveitina bara um það.
og aftur HAaahhaaaaaaaaahahhahahhahahhahhah
B: já við ættum nú bara hugsa um að reka þessa rio tinto heim til sín.
C Það er kannski í lagi að gefa þeim eina lóð; Kolbeinsey!!(er ekki viss um að ég heyrði rétt.)

Já það er ekki öll vitleysan öll, hvernig væri að hafa þingsköp bara í pottunum.

miðvikudagur, 11. júlí 2007

Bonjour Ísold


Bonjour Ísold, originally uploaded by pipiogpupu.

fyrsti skammtur að myndum kominn, það líður um mig mikil þægindatilfinning við skoða myndirnar. Það verður bara að segjast þetta var dásamlegt frí. Sólin, Místrallin, Familian í provence...ummmm. Það mun ekki líða aftur svona langur tími áður en ég fer aftur á æskustöðvarnar

þriðjudagur, 10. júlí 2007

um ljóð og merkisdaga

Fékk fréttir um það að ljóð eftir mig væri komið í katalóg fyrir farandssýningu í norrænahúsunum sem byrjaði í færeyjum. Sýningin verður opnuð hér á afmæli pabba þ.e. 25. ágúst sem mér finnst skemmtilega tilhlýðilegt. Fyrir ljóðið fæ ég nokkuð háa upphæð í dönskum krónum. Ljóðið var pantað...hum hljómar eins og ég sé tónskáld á 18. öld, það átti að fjalla um náttúru. Ég var ekki lengi að skella upp politicallý correct ljóði, hvort ég sé sjálf ánægð með útkomuna verður að liggja milli hluta. En nú geta einhverjir sem ég hef gagnrýnt fengið útrás, skemmtilegt finnst ykkur ekki. Veit ekki hvort ég hef geð í mér að birta það hér á þessu mömmubloggi mínu.
Annars vil ég óska ömmu minni Ólöfu P. Hraunfjörð til hamingju með afmælið, en hún er skírð í höfuðið á merkisljóðskáldinu Ólöfu frá Hlöðum.

laugardagur, 7. júlí 2007

pipi og pupu

Við erum komin heim, langar að súmmera ferðina og dvölina betur en veit ekki hvar skal byrja. Ferðin heim var næstum sólahringslöng og ströng og samgöngutækin mörg sem við notuðum. Við reyndum að venja ísold af bleyju í fríinu sem gekk ílla til að byrja með og slysin mörg(mikið pipi og pupu), en nú í kvöld biður ungfrúin um koppinn og kúkar rosa fínt. Við auðvitað mjög stolt stóðum skælbrosandi og klappandi yfir afrekinu. Karólína er komin á skrið búin að vera á fullu að skríða aftur á bak en er farin að taka eitt til tvö fram á við síðan í fjórða. Ferðasögur koma seinna og jafnvel einhverjar myndir.

mánudagur, 2. júlí 2007

jaeja;jaeja

nu erum vid ad koma og eg hlakka barasta til, tho mer finnist kalt thegar hitinn er laegri en 25 stig;;;;Hlakka til ad hitta kaera vini og bara thetta venjulega ad keyra a stationbil nidur bustadaveginn med born og bonuspoka i aftursaetinu. Hid einfalda lif sem sagt.
JA og hurra fyrir brudhjonunum Gunnthoru og Mikael og lika Valdisi og Joa.
MOhei