franska sjónvarpið-sjónvarpsstjarna

Heimsótti okkur í dag, nánar tiltekið france trois, vildu sem sagt taka viðtal við íslenska barnafjölskyldu vegna fæðingarorlofslaganna íslensku. Þrír gaurar með svaka græjur sem fylgdu mér í leikskólann til að ná í Ísold, komu síðan heim og mynduðu okkur og tóku viðtal við okkur. Mér leið nú hálf kjánalega enda ekkert sérstaklega hrifin af því að vera fyrir framan myndavél...en Ísold hins vegar var algerlega stjarnan. Hún var sko ekkert feiminn talaði út í eitt og brosti framan í myndavélina alltaf á réttum augnablikum. Mér fannst eiginlega bara stórmerkilegt að sjá barnið með alla taktana á hreinu og var ekki á móti þessari athygli, söng fyrir þá meira að segja franska lagið, reyndar með fullan munn af epli.
Karólína var alveg sallaróleg þó einhver franskur kall héldi á henni og pósaði ásamt systur sinni í sófanum algjörlega ómótstæðilegar saman. Það þarf nú líklega ekki að taka það fram að Arnar er ekkert óvanur slíku sjónvarpsstússi, bara eins og að drekka vatn fyrir hann. Mér fannst svona eftirá franskan mín frekar stirð en þýðir ekki að tala um það, enda á leið til æskuslóðanna eftir nokkrar vikur! Ef hins vegar litlu stelpurnar okkar bræða ekki frönsku hjörtun þá veit ég ekki hvað.

Ummæli

Edilonian sagði…
Jeminn eini, er einhver sjens að fá að sjá þennan þátt þegar þar að kemur?? Og nei því miður ekki rekist á hjólið þitt og já niður með íhaldið. Enda finnst mér og hefur alltaf fundist blár ljótur litur:o/
Móa sagði…
þeir ætla láta okkur vita þannig við getum séð það á netinu... ég er ekkert svo spennt að sjá mig en Arnar er auðvitað brjálað spenntur hins vegar get ég ekki beðið eftir að sjá prinsessurnar.

Vinsælar færslur