föstudagur, 27. apríl 2007

alveg ofsasæt


alveg ofsasæt, originally uploaded by pipiogpupu.

hún Karólína mín, setti inn myndir af dömunum.

þriðjudagur, 24. apríl 2007

æðifinar æðar

finnst þessi hjartamynd ekkert sérlega góð til að horfa á, er líklega búin að fæla frá heilmarga með þessu gori. Rannsókn gekk vel, það leið ekki yfir mig og slagæðarnar ómskoðaðar, var sjálf alltaf að leita að baun eins og ég er vön að gera í sónar en sem betur fer var engin baun í hálsinum mínum og konan sagði að ég væri með fínar æðar... gott að vita að maður sé fínn að innan. Annars er ég frekar eirðarlaus þessa daganna og skapið jafn stabílt og veðráttan. Það er svo margt á dagskrá sem ég þarf að klára en einhvern veginn kem ég mér ekki að verki í flestum af þessum verkefnum. Ohh ef ég væri nú skipulögð og ekki svona hrikalega utan við mig....hugurinn reikar til Aix-en Provence, æskuslóðanna:

mánudagur, 23. apríl 2007

hjartað


Ég er að fara í rannsókn á morgun vegna þess ég lenti í úrtaki hjá hjartavernd. Nú í frekar neikvæðu sunnudagsskapi þá langar mig ekkert sérstaklega til að fara fastandi í blóðprufu einhvers staðar upp í smáranum en flestir þeir sem ég ráðfæri mig við segja að ég sé að spara mér stórpening með því að þiggja þessa rannsókn. Síðast þegar ég fór fastandi í blóðprufu endaði ég í kjöltunni á hjúkrunarfræðingnum og faðmaði hana í leiðinni, mjög skemmtilegt s.s.. Ég hef einu sinni áður lent í úrtaki og þá var verið að mæla beinþynningu í beinunum mínum það var þegar ég var nýorðin stúdent fyrir ellefu árum síðan(OMG) það var svo sem ágætt ég komst að því að ég er með 111% sterk bein sem ég veit ekki hvað þýðir, kannski hef ég miskilið þetta fullkomlega vegna þess hve vandræðalega mér fannst læknanemarnir vera þá. Nú er bara spurning hvað þeir munu komast að á morgun, hvort hjarta mitt sé hjartalaga, hvort ég hafi næga hjartagæsku og hvort jarðarberjasjeik sé gott fyrir litaraft hjartans.

fimmtudagur, 19. apríl 2007

miðvikudagur, 18. apríl 2007

sumarsalat

tókum forskot á sumarið borðuðum pastasalat og með fengum við okkur Ribenasaft....það er algerlega komið sumar finnst mér þegar ribenasaft er á borðum. ísold fannst saftin góð en kallaði það kaffi. Nú er fimm daga frí á leikskólanum svo við erum búin að syngja hálfa vísnabókina og meira að segja frönsku lögin í morgunsárið.

þriðjudagur, 17. apríl 2007

tilraun 2

ég var búin að skrifa mjög inspíreraðan texta um tilveru mína sem þrjátíu og eins árs húsmóðir í norðurmýri, en hún hvarf. Akkurat núna var ég að enda við að skúra sjö tonn af saltkex mylsnum af stofugólfinu sem eldri gríslingur skreytti gólfið með í morgun kl 5:30, en þá glaðvaknaði hún og ekki aftur snúið. Ekki hægt annað að dást að ungviðinu því þegar það vaknar þá er það sko ekki að freistast til að leggjast aftur í rekkju, ósei sei nei. Nú litla ungviðið heldur þokkalega kúlinu en þegar hún vaknaði um átta var hún heldur ekkert til að taka letidag í rúminu enda búin að sofa síðan sjö kvöldinu áður. Bleyjuútbrotið hennar er hins vegar loksins að hverfa (ég er viss um að einhver hefir áhuga á þessum upplýsingum); notaði gammeldags taubleyjur nú yfir helgina til að slá á þetta og MEN! þetta fer alveg með þvottakerfið hjá mér, nú er ég að drukkna í þvotti sem á eftir að brjóta saman. Annars fyrir utan sull, hor og útbrot gengur þetta ágætlega bara. Aðdáun mín á húsmæðrunum í gamla dag sem áttu upp undir annan tug af börnum er orðin ansi mikil og líka bara þeim sem hafa gert þetta að lífstarfi sínu því þetta er bara meira en að segja það og ef ég heyri enn einu sinni setninguna "já ertu bara heima núna" fær sá og hinn sami að heyra það. Annars er ég friðsöm að eðlisfari, svo engar áhyggjur.

föstudagur, 13. apríl 2007

Snorri H. oG Ísold Th.


Snorri H. oG Ísold Th., originally uploaded by pipiogpupu.

Jæja loksins komnar inn myndir úr kræklingatínslunni á föstudaginn langa. Sá bar nafn með rentu því dagurinn var langur og skemmtilegur.
Fengum frábært veður í Hvalfirðinum, tíndum eins og vindurinn meira en nokkur gat torgað. Síðan var snúið í höfuðborgina sumir heim og aðrir beint á Reynimel að hreinsa. Um kvöldið buðu svo Þuríður og Sólveig meistarakokkar uppá dásamlegar kræklingakræsingar fyrir 30 manns. Það endaði að sjálfsögðu með söng og partýi!
Í fjörunni voru ansi mörg börn með í för í þetta skiptið og á myndinni má sjá Ísold og Snorra í góðri samvinnu

þriðjudagur, 10. apríl 2007

DECLARE INDEPENDENCE

dont let them do this to you, er með þetta lag á heilanum.
Björk er náttúrulega bara snillingur. Ég er enn að ná mér eftir frábæra tónleika, uppklappslagið hitti mig algerlega í hjartastað tileinkað Færeyjum og Grænlandi. Magnað að hún skuli láta sig þetta varða, hversu skýr boðskapurinn var og kraftmikill fluttur af henni. Gat ekki orða bundist og hringdi í Vonbjörtu til Færeyja. Ég er alla veganna hæst ánægð með þetta múv hjá stjörnunni, ég get ekki ímyndað mér annað en fleiri verði snortnir. Jónas Sen og blásarastelpurnar lúkkuðu líka frábærlega og yndislegt að sjá Anthony og björk syngja saman eins og feimnir unglingar...Væri líka alveg til að sjá þau öll aftur seinna á túrnum.
Karólína er náttúrulega líka snillingur því hún tók sig til í gærkveldi að sofna klukkan 1900 og sofa til hálf tólf sem gerði það að verkum að við gátum verið á þessum tónleikum róleg.
frí kennt við hátíð kristinna var afskaplega gott og notalegt, gott að geta dundað sér almennilega með Ísold og sjá hversu rosalega henni hefur farið fram undanfarna mánuði í leikskólanum. Merkilegt að fylgjast með þessum börnum vaxa, ekki svo langt síðan Ísold var jafn lítil og Karólína og allt í einu kann hún að syngja fleiri lög en mamma sín.

fimmtudagur, 5. apríl 2007

paaaasaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaza´áskar

allt í einu er koman eithvað að gefa sig en það ég vildi sagt hafa...við erum komin í frí. Ætlum að reyna plana sem minnst fram í tímann þó maður losni aldrei við að plana með krílin sín. En get ekki skrifað þar sem Ísold er að sulla og Karólína að kalla!!!

mánudagur, 2. apríl 2007

bollywood

við sitjum hér mæðgur og bíðum eftir feðginum sem skruppu í búð. Við erum að hlusta á lúna spiladós sem spilar örlítið falskt og litlu uppþvottavélina. Sú síðastnefnda fengum við í haust gefins frá mömmu/afa og ömmu, hún er dásamleg hefur bjargað nokkrum geðheilsum. Einhvern veginn er bara mun skemmtilegra að skola og raða í hana en að vaska upp stútfullan vaskinn. Helgin var soldið strembinn, Arnar mikið að vinna en okkur tókst engu að síður að mæta í barnaafmæli og veislu bróður míns.
Ég varð voða glöð með hafnfirðinganna sem sögðu nei við frú Burns. Mér fannst hótanir og kúgunaraðferðir hennar fremur lúalegar, nú er bara spurning hvort hún standi við orð sín og pakki saman víst hún fékk ekki það sem hún vildi. Hvað væri þá hægt að nota þetta húsnæði í, well hvernig væri að búa til okkar eigið hollywood/bollywood....feðgini komin bless bless