þriðjudagur, 27. febrúar 2007

allt og ekkert

Ég á mér indverskan nafna og sá er karlkynspersóna í Heroes þáttunum, hann heitir sum sé mohinder. Indverjar ættu því ekki að eiga erfitt með að bera fram nafnið mitt eins og flestum öðrum þjóðum. Annars er lítið að frétta nema að ég er algerlega að krókna úr kulda, stelpurnar hressar báðar tvær ( smá innskot Kalíníní prumpar mjög mikið þessa daganna krúttlegum langdregnum prumpum og Ísold hins vegar talar út í eitt, hvaðan skyldu þær hafa þessa eiginleika. Enn fremur munu þær fyrirgefa mér þessi orð í framtíðinni?;))og okkur finnst öllum gott að sé að birta til. well O well

laugardagur, 24. febrúar 2007

john Corbett


aðdáendur Aidans í Sex in the city voru dekraðir um helgina því sýndar voru tvær myndir með þessum myndarlega manni. Arnar verður líklega að teljast einn harðasti aðdáandi hans hér um slóðir því hann halaði niður heillri plötu eftir hann. Corbett gaf út sína eigin countryplötu sem hljómar alls ekki ílla.
Annars er mér ekki skemmt yfir þessum stjórnmálum, sjálfstæðisflokkurinn sem er búinn að eyðileggja þetta blessaða land með Kárahnjúkavirkjun og fleiri spjöllum er að reyna korteri fyrir kosningar að gefa sig út fyrir að vera grænn flokkur, kommon. Hvað næst. Hvernig væri að gefa út lista yfir öllu því sem þeir hafa klúðrað, loforð sem þeir efndu ekki. Hvernig væri að fólk færi að vakna úr þessu sjálfstæðisflokksdái og kjósi eitthvað annað(og þá er ég ekki að meina framsóknarflokkinn) þakka ykkur fyrir.

fimmtudagur, 22. febrúar 2007

ljósálfur sóttur á leikskólann

Ísold var sem sagt ljósálfur á öskudaginn, hún var nú ekkert hrifin af þessum vængjum þegar lagt var af stað á leikskólann. En þegar ég sótti hana var hún orðin sæl og sáttur ljósálfur sem sat við að púsla.
Karólína dafnar ósköp vel og er að setja met í brosmildi nú svo er hún farin að standa í heilu samræðunum með hjali. Nýjar myndir komnar.

sunnudagur, 18. febrúar 2007

föstudagur, 16. febrúar 2007

best að setja á sig gleraugu


best að setja á sig gleraugu, originally uploaded by pipiogpupu.

setti inn nokkrar myndir teknar í janúar og febrúar. Annars er myndavélin eitthvað að fara í taugarnar á mér svo hæg og léleg birta alltaf hreint. gleðilega hátíð

afmæli afmæli afmæli

þetta er nú meiri afmælishelgin. Í dag á hún Þorgerður mín afmæli og vona ég að fyrrum kúgarar okkar í köben dekri við hana með smörrebröd og hogmkaupum.
Nú svo á minn heitelskaði afmæli á sunnudaginn og í því tilefni bið ég ykkur að tjúna á 97.7 milli 1400-1700 fyrir magnaðan afmælisútvarpsþátt. Karólína verður svo tveggja mánaða á mánudaginn þann 19. feb, þessi fyrstu mánaðarafmæli eru eitthvað svo merkileg finnst mér. (Reyndar finnst mér afmæli bara stórmerkilegt fyrirbæri)
Nú svo má ekki gleyma sjálfum konudeginum á sunnudaginn!! Ísold tók nú smá forskot á þessi hátíðarhöld öll sömul og hélt upp á kaþólskan valentínusardag og gaf föður sínum undurfagra túlípana.

mánudagur, 12. febrúar 2007

vonda skapið

Já, ég var í svo vondu skapi áðan að það rauk út úr eyrunum á mér, einhvers konar blanda af isoleringu og hversdagspirringi. Ekki bætir ástandið að það er heimsmeistaramót í keilu hér á efri hæðinni á undarlegustu tímum...en hvað um það Ég og Karólína fórum út í ferska loftið og með hverju skrefi bættist skap mitt. Fékk dásamlegt kaffi hjá Þorgerði á Tíu dropum(besta kaffihúsi bæjarins) sem gerði síðan gæfumunin. Nú svo keypti ég fingravettlinga á litla skrippildið hana Ísold og gekk svo heim á leið. Það er greinilegt að það er ágætt að viðra heilann til að viðhalda góðu skaplyndi í hversdagsins ólgusjó.
Það sem gæti bætt ástandið enn meir væri að:
Ríkistjórnin falli og !"#%$#"% íhaldið fái sögulega lítið fylgi.
Davíð Oddson hætti að eyðileggja fjárhag allra landsmanna með þessum fáránlegu vöxtum sínum.
Friður komist á í heiminum.
ég gæti prjónað hratt eins og Brynja og fleiri.
Er ég að ætlast til of mikils, já líklega.

föstudagur, 9. febrúar 2007

Mumin


Ísold er með múmínálfana algerlega á heilanum, syngur upphafstefið og vill horfa á þá stanslaust. Hún kann orðið nöfn allra persónanna talar þó mest um múmínsnáða og Míu litlu. Sú síðastnefnda er alveg dásamlega neikvæð alltaf hreint. Ísold er líka farin að kunna handritið utan að og getur sagt setningarnar áður en persónurnar sjálfar segja þær. Nú er okkur foreldrunum farið að lengja eftir annari múmínspólu því við erum búin að sjá þetta aðeins of oft- en maður fær víst aldrei nóg af því góða.

miðvikudagur, 7. febrúar 2007

Karólína


Karólína, originally uploaded by pipiogpupu.

stækkar og er farin að líkjast móður sinni!

mánudagur, 5. febrúar 2007

softporn

ég var að komast að því eftir krókaleiðum að æskuvinkona mín er búin að skapa sér nafn í softporni....Ójá, og þið þekkið hana að öllum líkindum ekki þar sem hún er frá suður Frakklandi(og nei ég læt ekki upp nafn hennar fyrir porn áhugamenn). Hún er sem sagt leikkona og hefur leikið í töluvert mörgum myndum og þáttum en er greinilega frægust fyrir að sýna bert hold sitt. Ég viðurkenni að ég fór strax að hugsa hvort ég væri nú sjálf búin að afreka nóg miðað við aldur. Síðan komst ég að því að önnur æskuvinkona mín frá suður Frakklandi sem ég kynntist á fæðingardeildinni fyrir 30 árum er líka orðin mamma og hún á meira að segja tvær stelpur eins og ég...Það er eitthvað svo skrítið að sjá og heyra frá vinum sínum eftir svona langan tíma og allt er þetta hægt vegna internetsins, þar er hægt að skyggnast inn í líf ókunnugra sem kunnugra og það undarlegasta er hve sýniþörf fólks er sterk. Það er eins og maður gangi um hverfi þar sem allir eru með gardínunar dregnar frá og sumir jafnvel bjóði fólki inn að kíkja líf sitt. Annars hef ég sjálf verið í smá ómeðvituðu softporni síðustu vikur en ég hef tekið eftir að þar sem ég sit í sófanum og gef unganum mínum brjóst að ég er með áhorfendur, hópur pólverja sem býr á móti okkur;).

laugardagur, 3. febrúar 2007

gobba og gitla

Ísold fór í fyrsta sinn í leikhús í dag á skoppu og skrítlu og það var ofsalega gaman. Ísold var voða spennt þegar Skrítla tók á móti okkur í ganginum og tók svo mikið þátt í sýningunni. Reyndar á tímabili hélt ég að hún ætlaði að vera þriðja leikkonan þar sem hún endurtók heilu setningarnar sem Skoppa sagði(er soldið í páfagaukastarfsemi). Mér fannst yndislegt að sjá andlit hennar ljóma og hvað hún var klár að skilja allt sem fór fram. Ekki var ónýtt að Skoppa sjálf talaði við Ísold og þekkti hana strax sem dóttur pabba síns og svo tók ég mynd af þeim saman. Það er orðið ansi langt síðan ég fór með pabba á línu langsokk í þjóðleikhúsinu en það var gaman að upplifa þessa sérstöku stemningu í leikhúsinu(vantaði bara bláan ópal í hléinu). Eftir sýninguna talaði Ísold um Skoppu og líka hvað allir krakkarnir voru fínir og sætir.
Karólína líður miklu betur og er alveg hætt að hósta, stóra systir er soldið mikið að kyssa hana rembingskossum á mitt andlitið þessa daganna, veit ekki alveg hvað Kalíníní finnst um þessa blautu kossa.