þriðjudagur, 26. desember 2006

jólabarn


fæddist fimm dögum fyrir jól klukkan níu mínútur yfir fjögur, hún vó fimmtán merkur og mældist fimmtíu og einn sentimeter að lengd. Hún er hreint dásamleg og fékk nafnið Karólína. Stóra systirin Ísold kom og sótti okkur upp á deild og var voða góð við litla barnið eins og hún kallaði hana. Núna kallar hún hana "kalílíní" og er að venjast þessari viðbót í fjölskylduna. Ísold mín er hins vegar með eyrnarbólgu og er búin að vera með háan hita og pirruð undafarna viku samt naut hún nú ágætlega aðfangadagsins og var voðalega glöð með þessa pakkamergð.
Annars óska ég vinum og vandamönnum gleðilegra jóla, þakka þrautseigum jólakortasendurum fyrir kannski ég standi mig betur að ári í þeim bransa.
Ps ef einhver finnur heima hjá sér jólakort stílað á mig sem hefði átt að fara í umslag með hundrað krónu frímerki 22. nóv síðastliðinn þá endilega láttu vita. Hið dularfyllsta mál!! það eru líka komnar fáeinar myndir á myndasíðuna.

sunnudagur, 17. desember 2006

aðventan

er ágætis kennslustund í þolinmæði, verst að ég er alltaf sami slúbertinn í lærdóminum. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður byrjar að bíða getur maður ekkert hætt því. Ekki er svo langt síðan ég starði á pakkana undir trénu eins fast og ég mögulega gat til að reyna geta mér til um innihald þeirra. Nú finnst mér eins og ég sé risajólapakki sem sé í þann veginn að springa undan óþolinmæðisstari og spurningin sem ég velti fyrir mér -- ætti ég að seinka jólunum samkvæmt rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og taka senbúddismann á þessa blessuðu hátíð næstu helgi?
Annars vorum við fyrirmyndarfjölskylda í dag; keyptum jólatré, mandarínur og suðusúkkulaði í Bónus og komum okkur á hlýtt heimilið. Þar tók við tiltekt, jólaplötuhlustun, piparkökubakstur og auðvitað jólatréð skreytt...það er orðið afskaplega jólalegt hérna með greni og piparkökuilmi, umh.

mánudagur, 11. desember 2006

gott að vita svona í morgunsárið

You Belong in Amsterdam

A little old fashioned, a little modern - you're the best of both worlds. And so is Amsterdam.
Whether you want to be a squatter graffiti artist or a great novelist, Amsterdam has all that you want in Europe (in one small city).

You Are 25% Left Brained, 75% Right Brained

The left side of your brain controls verbal ability, attention to detail, and reasoning.
Left brained people are good at communication and persuading others.
If you're left brained, you are likely good at math and logic.
Your left brain prefers dogs, reading, and quiet.

The right side of your brain is all about creativity and flexibility.
Daring and intuitive, right brained people see the world in their unique way.
If you're right brained, you likely have a talent for creative writing and art.
Your right brain prefers day dreaming, philosophy, and sports.

Never Date a Cancer

Clingy, emotional, and very private - it's hard to escape a Cancer's clutches.
And while Cancer will want to know everything about you, they're anything but open in return.

Instead try dating: Leo, Sagittarius, Gemini, or Aquarius

You Are a Mermaid

You are a total daydreamer, and people tend to think you're flakier than you actually are.
While your head is often in the clouds, you'll always come back to earth to help someone in need.
Beyond being a caring person, you are also very intelligent and rational.
You understand the connections of the universe better than almost anyone else.

sunnudagur, 10. desember 2006

fullt tungl og stormur helgarinnar stóðust ekki alveg væntingar hinna hjátrúarfullu. Í dag vaggaði ég eins og risastór önd af veisluborði ríkisbubbans í gegnum allan bæinn, allt saman til að flýta fyrir--en nei, óþolinmæði engar þrautir vinnur.
Ísold hins vegar sallaróleg og kát fékk að kúra hjá ömmu sinni á Sólvöllum um helgina og í dag fékk hún að baka piparkökur hjá Tinnu, Eiríki og Vöku.

þriðjudagur, 5. desember 2006