mánudagur, 28. ágúst 2006

Ísold í kápu af mömmu sinni

Nú erum við Ísold í óða önn í haustverkum, tíndum rifsber ásamt Þorgerði og gerðum síðan rifsberjahlaup. Nú svo erum við að bíða eftir nýju húsnæði þannig að við erum að fara í gegnum alls kyns dót, fundum kápuna mína síðan í Róm þarna um árið. Í dag var svo Ísold í umsjá Langaafa og langaömmu á meðan ég fór í læknisskoðun. Langaafi gekk með dömuna um alla Norðurmýrina.

þriðjudagur, 22. ágúst 2006

í fréttum er þetta helst

Við fórum norður í blíðuna síðustu helgi. Ísold gekk upp á fjall(litla fjallið á Sauðárkróki) , svaf í tjaldi og alles bara. Sveitasælan var dásamleg, bláberjaskyr undir sterkri Mývatnssólinni ummmm.
Annars er Arnar að fara ná í hafurtask okkar austur til Berlínar, ég er að fara taka við lyklum á nýjum húsakynnum okkar við Auðarstræti, byrja í Hí aftur og Ísold að byrja á leikskóla vonandi fyrr en síðar (ætli gamli góði Villi láti leikskólamál sig eitthvað varða eða voru þetta bara kosningabrellur...).

miðvikudagur, 16. ágúst 2006

100% árangur og fyrsta kúlan

Ísold fór í læknisskoðun í dag og fékk toppeinkunn, orðin 78.5 cm og 11.6 kg og á eðlilegu róli bara. Ég beið reyndar eftir því að læknir og hjúkrunarkona myndu lýsa dömunni sem fullkomnasta barni í heimi en sjálfhverfa er víst eitt einkenni foreldra, hum. Jæja síðan áttum við nokkuð eðlilegan dag; heimsóttum ömmu á sólvöllum; fengum okkur miðdegislúr; og fórum á 10 dropa( greinilega orðinn fastur punktur í tilverunni). Þar hittum við hússtýrurnar og fegurðardísirnar Tinnu og Þuru með Heklu Sólveigu(þjónað af fjórða megabeibinu henni Þorgerði). Á leiðinni að bílnum okkar í kerrunni fór Ísold að reyna standa upp og við eina slíka tilraun steypist hún fram á við og með ennið beint á gangstéttina og í kollhnís. Barnið grét hástöfum og ég skalf, kom henni heim í snatri þar sem amma Rós beið með silfurskeið. Kúlan er fremur stór og blá á enninu en stúlkan fór fljótt að syngja og blaðra eins og hún á vanda til...verð að viðurkenna þó að ég er enn í sjokki og því að úthella hjarta mínu hér. Jamm þetta var tilfinningaskylda dagsins í dag ég lofa mjög hæðnum og þjóðfélagsgagnrýnum færslum í nánustu framtíð, ekki gefast upp.

fimmtudagur, 3. ágúst 2006

rennvot eða regnvot

rennvotar mæðgur komu heim í dag um fimmleytið eftir langan regnvotan göngutúr. Við reyndum að bíða af okkur rigninguna í ráðhúsinu en ekki stytti upp, mér datt í hug að spyrja um regnhlíf í verslun í miðbænum en vildi ekki eyða 1900 krónum í slíkan grip. En nú er ég með hausinn í skýjunum og andinn er ekkert að koma yfir mig í þessu bloggeríi so later aligator.