mánudagur, 31. júlí 2006

júlíjúlíjúlí

júlí er búin að vera ósköp notalegur hér á Íslandinu og ég voða lítið flakkað um á netheimum. Dóttirin virðist njóta sín mjög vel hér umkringd fjölskyldunni, frænku sinni Sunnu og vinkonum Vöku og Sögu Maríu. Hún hefur þroskast heil mikið og bætt inn í orðaforðann nokkrum orðum þ.á.m Júja sem er fyrsta nafnið sem hún kann (þýðir Júlían) og svo Íló sem þýðir Ísold. Í dag fórum við mæðgur að gefa bra bra eftir nauðsynlegt kaffistopp á besta kaffihúsi bæjarins, Tíu dropa. Síðan hlaðin gömlu brauði fórum við áleiðis að tjörninni, bærinn var aðeins mannaður fólki í rándýrum útivistarfötum og einstaka barnavagnabílstjórum. Á tjörninni sáum við ekki mikið af bra bra en við urðum skjótt umkringdar gæsum. Í flýti bútaði ég brauðið og dreifði á meðan Ísold smeik við starandi gæsirnar ríghélt í pils mitt og nagaði brauðbita. Í lokinn vorum við svo kominn í hann krappann þegar mávarnir komu með skrækjum og tilheyrandi árásum þannig að við flúðum yfir Þingholtin niður í fyrirheitna norðurmýrina. Nú svo hefur sundþjálfun Ísoldar gengið vel og hún hætt að ríghalda í okkur eins og lítill trjáfroskur.
Annars verður erfitt að setja inn í nýjar myndir þar sem við erum í smá myndavélahallæri.... en nú erum við ekkert svo langt í burtu ;)

fimmtudagur, 27. júlí 2006

Frjálsar Færeyjar

Jamm og jú við erum komin heim á okkar eigin eyju. Sú er ekki alveg jafn þokukennd og eyjan mýstíska sem við dvöldum síðustu helgi og í fegursta þorpi heims AKA Syðri Göta. Þokan sem ég var svo dugleg að dásama gerði heimamönnum reyndar svolítið erfitt því tónlistarmenn og skáld komust erfiðlega að eyjunni sem á það til að hverfa fyrir sjónum flugmannanna og reyndar stjórnmálamanna einnig. En við komumst heim í gegnum skýin og fengum sólskinsbros frá prinsessunni:)

miðvikudagur, 19. júlí 2006

við hjónaleysin

erum í Færeyjum, það er þoka....dásamlega Færeyjarþokan sem gerir allt svo dularfullt. Við erum reyndar án Ísoldar, við sem höfum verið eins og franskur rennilás síðustu mánuði. Viðurkenni að það var undarlegt að leggja sig í rauða sófanum hennar Vonbjartar og litla prinsessan langt í burtu. Hún er auðvitað í góðu atlæti hjá ömmu sinni á sólvöllum og líka smá hjá uncle Júlían þannig að hún unir sér vel. Blíðar kveðjur frá Færeyjum

föstudagur, 14. júlí 2006

Kaldidalurinn

er besta lækning fyrir urban chlostróphóbíu og hornréttu óþoli á háu stigi. Ég mæli því með grjóti, auðn, köldum ferskum vindi og útsýni yfir nokkra jökla. Var eiginlega búin að steingleyma því að ég get alveg gædað!!!

miðvikudagur, 12. júlí 2006

Þeir eru að æra mig með Pink floyd í útvarpinu

ég er gersamlega búin að fá ógeð á pink floyd endalaust.Af hverju spila þeir ekki sóló snildina hans Syd. Það væri allt annar handleggur, hann vill öruglega sjálfur láta minnast sín frekar fyrir Baby lemonade og fleiri slagara.

sunnudagur, 9. júlí 2006

Íslensk helgi

Við erum s.s. komin heim og aðlögun gengur vel. Ágætt að geta tjáð sig á fullorðinsmáli, fara í sund og borða flatkökur. Hreina og svala loftið var auðvitað mesti munurinn og finnst mér eins og ég sé að anda í fyrsta sinn í mánuð. Annars er familían að fara flytja sig um set hingað um einhverja hríð en familíulífið var ekki alveg að virka utan kerfis í þýskalandi! ÚHA! Í dag er líklega sund, afmæli og leikurinn. Áfram Frakkland

þriðjudagur, 4. júlí 2006

Ég viðurkenni

svona síðustu daga mína og kvöldstundir í þessari menningar eða ætti ég frekar að segja fótboltaborg....að ég hef horft á nokkra leiki. Enda erfitt að komast hjá því. Mér leist nú ekkert á Frakkana til að byrja með en núna er ég auðvitað orðinn harðasti(eða einn af þeim) stuðningsmaður þeirra. í kvöld(púff þvílíkar játningar) er heimilisfólk mitt úti að horfa á boltann í massa stemningu og ég sit hér í rólegheitunum með Þýskaland-ítalíu leikinn í sjónvarpinu!!! lágt stillt reyndar. Eftir kvöldmáltíðina sem var á besta pizzastað borgarinnar sem er pönkpizzan. Hún er rekin af ítölum og er dásamlegur staður með leikgarði fyrir börn, ljúfengum mat og götuðum þjónum. En þó ítölsku pönkararnir(stressaðir fyrir leikinn)hafi gleymt að servera mér mína Créme caramel, þá held ég með þeim. Eitt er mér þó mikið í mun og það er að !#"#$(/%$ Portúgalarnir (sem eru engir fagurgalar þegar kemur að fótbolta, híhí) falli úr keppni eða hreinlega verði gerðir brottrækir, mér finnst þeir bara frekar ruddalegir. Ég hef nú bara aldrei séð annað eins en leikinn þeirra og Hollendinga!!
Allez allez allez allez la France og Henry sérstaklega;).