Belle et sebastien,


JÁJAÁJA´JA´JAhá ég sá Belle í gær JÍHAAAAA! Við Þorgerður fórum á tónleikana og hittum þar massa mikið af finnum þ.á.m Jússa og Maju. Við dönsuðum, ég gólaði og Þorgerður sá um að hemja mig..... Þetta var dásamleg upplifun. Kannski er skömm að segja frá því að í gær hafi verið mín fyrsta upplifun af þeim á tónleikum. Já ég er gjörsamlega búin að ofhlusta á þessa hljómsveit og sambýlingur minn til 5 ára og kærasti til átta(einn og sami maðurinn, geri aðrir betur) hefur þurft að þola ýmislegt í þessum Belle málum. Og því er ekkert að fara linna, nei nei ó sei sei. Þeir voru brjálaðir, skemmtu manni með gömlum og nýjum slögurum. Stuart var mjög fyndinn sérstaklega þegar hann gerði grín að þjóðverjunum..hum hum í Berlín og sá svo strax eftir því. Steve átti algerlega kvöldið með flottum dansi og Sara I. var líka flott á því. Engin tilgerð þarna eða "hey ég er fimm ára látalæti" bara góð tónlist og frábært grúv.
Nokkrar staðreyndir um samband mitt við þessa hljómsveit; held ég hafi fyrst heyrt í þeim hjá mínum góðu vinkonum Önnu Katrínu og Valdísi líklega rétt eftir París 96-97....er ekki alveg viss samt.
Ég man vel eftir teiknimyndinni úr franska sjónvarpinu og þá sérstaklega þemalaginu, held einmitt að þau hafi einhvern tíman tekið það.
Arnar hefur staðið sig með prýði í að útvega mér skemmtilegar upptökur með sveitinni og þá er eftirminnilegust jólaútvarpsþáttur með þeim...(Þetta hefur hann Arnar lagt á sig þó hann viti að diskarnir fari yfirleitt ekkert af fóninum þegar þeir eru einu sinni komnir í hús.)
Annars erum við bara í góðum gír ég er búin að vera hálf lasin sem hefur bitnað örlítið á gestinum og veðrið reyndar verið hálf undarlegt með heimsendadembum, molluhita og þrumuveðri. En tónlistin læknar allt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta var alveg rosalegt! En varst þú kannski stelpan sem hoppaðir upp og niður í erindinu um eskimóann?

Vona að þér líði betur.
Nafnlaus sagði…
Tónlistin læknar allt og þá sérstaklega Belle and Sebastian. Bíð eftir að þau mæti á klakann.
Nafnlaus sagði…
Vildi að ég hefði verið með þér þarna mín kæra.

Knús, Kata

Vinsælar færslur