skýrslan

í dag var hráslagalegur dagur í P.Berg a.m.k sýndist mér svo út um gluggann. Ísold mín varð lasin í nótt hiti og hósti þannig að við dvöldum heimavið. Litla skinnið hefur ekki oft orðið lasin þannig okkur öllum er alltaf jafn mikið brugðið. En við horfðum saman á teiknimyndir bernt og ernie einnig bara þýska teiknimyndasjónvarpið sem er í gangi allan daginn- þar er Spongebob Shwampkopf í uppáhaldi.
Arnar fór að tala við merka hljómsveit frá Finnlandi(spurning hvort ég megi ljóstra því upp en þeir eru síðhærðir og spila metallica á strengjahljóðfæri...) Á meðan fengum við góðan gest frá Kreuzberg/Neuköln kenndur við japanskan slopp sem hitaði þetta yndislega kaffi. Annað af hversdagslífinu er það að frétta að póstþjónustan virðist eiga fullt í fangi með að koma til okkar pökkum frá fróni. Ísold fékk t.d yndislegan maríubjölluregngalla(maður næstum því óskar eftir rigningu) frá afa sínum og ömmu á Sólvöllum, svo fékk hún í dag ekta lopapeysu frá föðursystur minni í Vestmannaeyjum. Stúlkan er sem sagt allra veðra búin.
Þar til næst.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
svampebob firekant er einnig langvinsælastur hér á heimilinu. ótrúlegt hvað hann getur skrækt mikið...

Vinsælar færslur