þriðjudagur, 28. mars 2006

komin heim í Berlínarvor.

Við mistum sem sagt ekki af vélinni og komumst heil heim. Þar var hellidemba þegar við lentum en seinna um daginn þegar litum út aftur varð orðið hlýtt, svona útlandahlýtt. Já þá var vorið komið. Heimilið bar greinilega merki einhvers konar vetrarleiða þannig að við einhentum okkur í alls herjar hreingerningu og stúss. Við ísold höfum nú farið í tvo daga í röð út á Helmholtzplatzleikvöllinn þar sem við hittum alla hina hýðisbirnina(Prenzlauer Berg börnin) með foreldrum sínum. Borgin virðist öll vera lifna við og ég hef meira að segja séð þýsk bros hér og þar. Ísold hefur ekki umgengist neitt marga krakka þannig að hún horfir á börnin eins og þau séu geimverur. Planið er að fara á Helmholstz sem oftast svo er auðvitað spurning hvenær rofi til í leikskólamálunum.
Já það er bara ljúft hérna í Berlín og við erum að fá gesti að heiman í fyrsta sinn á þessu ári. Fyrst Ívar Páll og svo Tinna, Eiríkur og Vaka. JEIIIJJJJJ.
Setti inn nokkrar myndir úr ferðinni undir tagið Írland. Sprengdi kvótann auðvitað þannig að þetta er aðeins sýnishorn.

laugardagur, 25. mars 2006

Cliffs of Móheiður


Cliffs of moher!!!(móheiður)
Jæja þá erum við að fara heim. 'Eg á nú eftir að skrifa nokkrar færslur í ferðabloggið en svona yfirhöfuð var þetta mjög góð ferð. Nú sit ég á bogbinu ætti að vera farin upp í rúm því við fljúgum klukkan sjö í fyrramálið en kl eitt í nótt verður tímanum flýtt um eina klukkustund bæði hér og í Berlín. Þetta finnst mér ákaflega ruglandi veit eiginlega ekki hvort ég tapi, græði eða hreinlega missi af vélinni.whatever
Fyrir um ári síðan byrjaði ég á þessu bloggi þá var ég eitthvað að þvaðra um bobby fischer og setti inn nokkrar myndir af dömuni þá tveggja-þriggja mánaða. Sú síðastnefnda hefur tekið heljarstökk í þessari ferð og er orðin að mér finnst ofsalega skemmtileg lítil stelpa. Það nýjasta er að æpa LALALALA þegar hún er að syngja með tónlist, dansar mikið og ruggar sér við tónlist svo er hún ægilega hrifin af þeim dýrum sem við rekumst á og í morgun sagði hún voff við hundinn hér á gistiheimilinu.
En maður er víst búin að missa af heilmiklum fréttum og dóti, herinn búin að gefast upp á íslandi og það að ég gekk einu sinni keflavíkurgönguna með ömmu og ömmubróður hafði víst lítið að segja um þá ákvörðun. læt vita af mér í Berlín.

þriðjudagur, 14. mars 2006

komin til fyrirheitna landsins

loksins loksins, hvers vegna ég hef ekki komið til Írlands fyrr skil ég ekki. En hér er dásamlegt að vera.Við familían ákváðum að halda smá dagbók um ferðina og mun hún vera birt á öðru bloggi. Arnar er með upphafsgreinina sem er auðvitað skrifuð af stakri snilld. Lesið og engan gúnguskap gefið okkur eitt komment við og við þið munuð ekki sjá eftir því.
Hins vegar erum við nú á leið út södd eftir írskan morgunverð því 17. mars hátíðarhöldin eru löngu byrjuð hér í Dyflinni. Jíha ég á afmæli bráðum og hér eftir mun ég alltaf halda upp á paddys vikuna og ekki bara daginn.....lovely.

laugardagur, 11. mars 2006

lederhose


lederhose
Originally uploaded by pipiogpupu.
Nú er undirbúningur fyrir Írlandsferð á fullu en ég gaf mér smá tíma til að mynda barnið(hef verið beðin um myndir tvisvar í draumum. Ég hlýði því þessum draumadísum). Ísold er greinilega orðin fremur þreytt á þessum módelstörfum endalaust og nennti því ekki mikið að sitja fyrir. Með útsmogni náði ég þó nokkrum góðum sem eru á flickr myndasíðunni minni. Ég hvet því alla til að skoða myndirnar, ekki á hverjum degi sem maður ber alvöru lederhosen augum, eða hvað? læt heyra í mér áður en hinn mikli st. patricks day rennur upp!! En hér eru Marsmyndir

miðvikudagur, 8. mars 2006

alles in ordnung

Sagði læknirinn um Ísold, eftir þó nokkra bið og umræður um hvað skyldi gera ef við værum hunsuð í röðinni. En við teljum okkur hafa orðið fyrir mismunun á þessari læknastofu. Þegar röðin var komin að okkur vorum við í startholunum, en nei þá var Ísold kölluð upp.
Jæja síðan var farið að borga reikning og kaupa nýjan Gsm síma því minn hefur sagt sitt síðasta. Ég veit svo sem ekki hvað skal segja en eftir nokkura tíma viðveru í símabúðinni, eins klukkutíma bið á nálægu kaffihúsi gekk ég út með nokía síma. Þetta var ekkert auðvelt og mér tókst að selja T-mobil sál mína og þeim tókst að plata mig herfilega(held ég) og tala við mig eins og ég væri illilega heiladauð. Það virðist vera alveg sama hversu ákveðnar hugmyndir maður fer með í búðina þeir vilja algerlega segja manni hvað maður þarf og það er greinilega aldrei að marka þessar !"$$!#!$ auglýsingar í gluggunum. Prógrammið allt saman tók eiginlega allan daginn, þegar heim var komið hringdi ég í ogvodafone á Íslandi og breytti gamlanúmerinu í frelsi sem tók 1 mínútu. Það er á svona stundum sem maður hugsar til heimahaganna með pínu söknuði. En hvað um það það eru 3 stig í Berlín 4 í Reykjavík og 9 í Dublin....jeij.

þriðjudagur, 7. mars 2006

Leist vel á þetta próf hjá henni Evu. Er ekki orðið tímabært að vita eitthvað hvað maður vill verða þegar maður er orðin stór.

You scored as Art. You should be an Art major! How bohemian!

Dance

92%

Art

92%

Linguistics

75%

English

75%

Journalism

75%

Philosophy

67%

Mathematics

67%

Sociology

50%

Theater

50%

Anthropology

50%

Psychology

50%

Biology

33%

Engineering

33%

Chemistry

0%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com


Dans, já einmitt er það ekki bara málið.
Ég hlakka annars bara til Írlandsferðar.
Ísold er kát og farin að klifra upp um stóla og sófa þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér litla marbletti og kúlur.

föstudagur, 3. mars 2006


Snjór snjór snjór undafarna daga sem tókst meira að segja að lenda á jörðinni. Arnar kom heim rokkaður og glaður, við mæðgur afskaplega glaðar en líklega vegna vorleysis urðum við báðar pínulítið slappar. En fréttirnar í dag eru þær að við höfum pantað flug og bíl(fullorðins, ha?) til eyjarinnar grænu??? já Írlands þar sem við munum þvælast um og halda upp á stórafmæli mitt. JIBBÍ og ÚHA ég hlakka ekkert smá til, ótrúlegt en satt þá hefur þetta verið draumur lengi hjá okkur Arnari í sitt hvoru lagi og nú á bara láta verða af því ;) enda verður maður ekki þrítugur á hverjum degi(ráðgátan um aldur mhg hefur verið leyst).