morguninn


Vaknaði við að Ísold stóð upp í rúminu sínu og æpti á sinn einstaka hátt. Þá var farið á fætur með en semingi þó. Hafgragrautur látinn malla, lýsisflaskan tekin úr ísskápnum. Eitt stykki kúkur þrifið af rassi barnsins og hún látin í sunnudagsfötin. Sest við eldhúsborðið, ég enn í náttkjól(verð að fá mér fleiri sunnudagsföt til að eiga í við dömuna). Síðan var pínutiltekt og bert og ernie sett í gang. Ísold farin benda endalaust á vídeótækið þegar þeir eru ekki í gangi. Arnar hringdi svo í okkur mæðgur og fengum að heyra frá rokkævintýrum hans í Leipzig, Ísold sagði halló og kyssti símann(hún kann sig).Og hvað á svo að gera á þessum annars snjóhvíta morgni- ja ætli við höldum okkur ekki bara innivið,þrífum og huggumst. Fékk ferskan aspas á markaðinum í gær, og er að spá í metnaðarfulla súpugerð.
Aspasinn fengum við á uppamarkaðinum við Kolwitz. Markaðinn sækja nýorðnir foreldrar á aldrinum 3o og eitthvað til 40 og eitthvað, þeir eru langflestir með buggaboo barnavagna sem er rándýr og er líklega stöðutákn þarna í hverfinu. Ilmur af blómum, kryddum og nýbökuðu brauði umlykur mann þannig að ég stóðst ekki mátið og keypti alls kyns grænmeti, mangóávöxt og finnskan lakkrís þó verðið sé ekki í lægra lagi. Nokkrir cúrríwurstbásar eru þarna inn á milli og á einum þeirra var boðið upp á Kolwitz yuppie menu sem inniheldur auðvitað cúrríwurst með brauði(berlínskur skyndibiti) franskar og Kampavínsglas(kostaði tíu evrur sem er nú ekki gefið), Ég hins vegar lét mér nægja eina kúrríwurst enda búum við nær Helmholtzplatz( sem hefur enn ekki náð þessum standard).

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Thad verdur yndislegt ad hitta prinsessurnar sinar aftur...

slaeptur aet, einhversstadar i nordaustur thyskalandi

Vinsælar færslur