MARkKOZELEk

Jæja þá erum við búin að slá met hér í Berlín. Við fengum pössun tvö kvöld í röð. Það varð svo til þess að haldið var uppá fullveldisdaginn með stæl og allt í boði sendiráðsins.
Í gærkveldi fórum við síðan aftur út í frostnóttina til að hlusta á Mark Kozelek, goddam, ég stóð aðeins nokkrum skrefum frá honum á myrkum og fámenum stað(alveg eins og það á að vera).
Já hann stóðst allar mínar vonir og skýjaborgir þó Summerdress hafi hann ekki sungið, þá söng hann Mickael. Merkilegt hvernig hlutirnir þróast. Eitt sinn fyrir sirka 7 árum var krullhærður drengur að leyfa mér að hlusta á hljómsveitir með undarlegum nöfnum, þar á meðal Red house painters og allt í einu stend ég þarna í mínum sumarkjól á prúsneskri vetrarnótt og horfi á söngvarann syngja þessi mögnuðu lög. Mark var eitthvað svo venjulegur, jafn feiminn og mýturnar segja en RÖDDIN shiaze svo ótrúlega mjúk, falleg en samt svo karlmannleg og gítarleikurinn mamma mia hreint ótrúlegur. Hjartað á mér nötraði og mér fannst ég vera að kafna.Ótrúlegir tónleikar ótrúlegur maður( sem auðvitað er líka alger rokkari sagði einu manneskjunni sem dirfðist að trufla hann, drukkin þýsk ljóska, að þegja á ekki svo séntilmannlegan hátt)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já, þessi maður er snillingur, svo mikið er víst!
Nafnlaus sagði…
thanx moa. i appreciate it.

Vinsælar færslur