fimmtudagur, 28. júlí 2005

GARÐSALA HEFST Á MORGUN KL 12

GARÐSALAN MUN STANDA YFIR föstudag laugardag og sunnudag frá kl 12 til 18
komiði...... enga feimni. vínyll,geisladiskar, bækur, föt, skór, alls kyns dót og prjál.
Annars hef ég góðar fréttir að færa börnin okkar af kattakyni hafa bæði fengið ný heimili. Mandla er komin í breiðholtið og mun gleðja lítið barnshjarta sem hefur tekið hana að sér. Mysingur hinn mikli hefur hins fengið heimili í Elliðaárdalnum hjá frænku minni. Þar mun hann búa ásamt nokkrum hefðarköttum umkringdur guðsgrænni náttúru. Við erum að sjálfsögðu glöð yfir þessu en finnum fyrir nokkrum trega. Það var ansi undarlegt að koma á kattlaust heimilið. Það er fremur einmannalegt og finnst mér eins og bergmáli í íbúðinni, ég skil hreint ekki hvernig er hægt að lifa án þessara vera.

mánudagur, 25. júlí 2005

GARÐSALA -GARÐSALA

formlega eigum við tvær vikur eftir hér heima og svo verðum við heimilislaus. Fáum að búa í móðurhúsum og mig hlakkar til,hvers vegna? því þar eru ekki kassar út um allt, dót sem flæðir um öll gólf og almennur flutningsskítur. 'Eg hlakka svo til að komast á venjulegt heimili að ég get bara ekki beðið.uhhh
Næstu helgi verður garðsala í garðinum á sólvallagötu 54, þeir sem ætla ekki að plebbast eitthvað á útihátíð er velkomið að kíkja hingað Til sölu verður vínyll, geisladiskar, alls kyns kúl dót eins og háhælaðir skór og flíkur....eldhúsdót og alle græjer. Allt selt á spot prís frá 10 kr til 300 kr

Það hefur gengið misvel að nota þetta blogg sem auglýsingamiðil, nú eru kettirnir enn heimilislausir og einasta manneskjan sem hefur lagt inn komment við þá færslu er ég. aumkunarvert. En hvað um það bjartsýnin er alveg að drepa mig hérna

sunnudagur, 24. júlí 2005

Hér má finna myndir af ísold í útlöndum og af umtöluðum köttum

föstudagur, 22. júlí 2005

ákall til hjálpar

Nú erum við familian að flytja í annað land. Tveir meðlimir þessarar familíu komast ekki með. Þau Mysingur og Mandla. Við erum virkilega farin að hárreyta okkur af örvæntingu því þeim vantar fósturfjölskyldu. Ég vil helst ekki hugsa til þess hvað gerist ef enginn finnst því okkur þykir afar vænt um þessi skinn.
Ef einhver skyldi lesa þessa síðu sem hefur einhver ráð eða úrlausn, hafið þá samband.
hér kemur smá lýsing á þeim sem ég birti áður á síðunniMysingur; Hvítur og Bleikbrúnn á litinn, soldið stór og voðalega fallegur. Hann er mikill útiköttur og hugsar vel um svæðið sitt. Hann rólegur og nokkuð þrjóskur. Mysingur hefur lent í ýmsu og á líklegast 6 og hálft líf eftir.
Mandla; Kolsvört, Smágerð dama með stór og falleg augu. Mandla er mun meiri inniköttur en gerir þarfir sínar úti. Hún er soldið fiðrildi og prakkari en er ofsalega kelin. Hún gerir líka mikið af því að finna sér dimma felustaði þar sem hún dvelur tímunum saman, þessi hegðan gerir það að verkum að hún getur opnað suma skápa og er almennt mjög úrræðagóð.

miðvikudagur, 20. júlí 2005

kassar og kassar þannig er heimurinn minn í dag, ferkantaður og brúnn. Þetta eru að verða síðustu dagar mínir hér á sólvallagötunni sem er pretty weird, leyfist mér að sletta.Íbúðin lítur út eins og eftir sprengjuárás, svakalegt. Svo ekki sé nú minnst á allt ryk sem skýtur nú upp kollinum undan húsgögnum og af hillum sem er verið að taka niður í þessum rituðu orðum. Já þetta fer að minna á sumarfrækornasnjókomuna í Moskvu.jæja hef víst merkilegri störfum að sinna.

miðvikudagur, 13. júlí 2005

i love suomi

Vínyllinn er kominn í kassa og ansi marga kassa, kyrfilega merktir númeri og innihaldi lýst í flutningsbókinni. Við fengum góða hjálp frá honum Júlían en án hans hefði þetta ekki getað klárast nokkrum dögum á undan áætlun.
Annars var ég að hitta finnska vinkonu mína eftir 8 ára aðskilnað og það er ótrúlegt hversu lítið hafði breyst. Við ræddum eins og við hefðum hist í gær. Merkilegt

sunnudagur, 10. júlí 2005

komin heim, lestin á leið á flugvöllinn var stoppuð vegna grunsamlegs pakka, ég fékk risastórann kökk í hálsinn, óhugnarlegt.
loksins búin að taka upp úr töskum og koma aðeins meiri reglu á heimilishaldið.
búin að fara í skemmtilegt Japís partý, skoðaðar myndir og hlegið dátt.
búin að borga himinhátt verð til að sjá D. Roth í listasafni Rvíkur.
er í þessu að hlusta Dongs of sevotion með smog og á výnil, gaf Arnari hana einu sinni
í jólagjöf. yndisleg plata.
bara smá stöðutékk

sunnudagur, 3. júlí 2005

Stal þessu prófi af Valdísarbloggi,og í því byrjaði einmitt lag með Tav Falco and the Panther burns... þvílík tilviljun.

Ride
You Are... Ride.

You are young at heart and full of energy. You are
talented but very modest. You are happy go
lucky and care free. You have learned to take
the good with the bad and you just accept life
for being what it is. People tend to be envious
of you, That's only because they don't
understand you and they just want some of what
you have. There's no task too hard for you and
you excel at pretty much everything you try to
do. You have a playful personallity and a
beautiful inner soul.


what Creation Records band are you? (complete with text and images)
brought to you by Quizilla

Rakst á eina eða fleiri Ride plötur í röðuninni miklu.

love crazy love

Jæja sá Joanna Newsom, reyndar sá ég aðeins agnarsmáar hendur spilandi á risastóra hörpu. Mér þótti lagið love crazy love flottast, þar sem love crazy love er endurtekið endalaust. Annað merkilegt er það að hún talandinn hennar er jafn skrýtinn og söng-
röddin...og eins og arnar orðaði það þá var tjaldið fullt af píum í kínaskóm og jarðaberjakjólum!
Á svæðinu var hellingur af hreinu fjölskyldufólki sem blandaðist þreyttum og sólbrenndum tjaldbúum. En fyrir nákvæmlega ári síðan var ég orðin svo þreytt á drullu og rigningu að ég grét mest allann daginn eða þangað til við komumst á hótel í Köben.
Nú er ég að horfa á breska mynd sem gerist í Rvík... voðalega getur Reykjavík verið "Bleak" eitthvað. vises

laugardagur, 2. júlí 2005

Ísold er orðin hálfs árs, ég er búin að bíða eftir þessu með þó nokkrum spenningi. Keypti því ljúffeng kirsuber og héldum við uppá afmælið heima. Ætluðum reyndar að dýfa okkur í Roskilde badet en sneri við þegar ég mætti íslenskum fyllibyttum.
En í gær fór stúlkan á sína fyrstu tónlistarhátíð og hlustaði á Mugison, hún skríkti af ánægju þegar fyrstu tónarnir byrjuðu en mér varð um og ó og hlustuðum við á hann út á miðju túni(til verndunar litlum eyrum).
Ég er nú farin að hlakka svolítið til að sjá bæinn án allra hátíðagestanna. Því þetta er ósköp sætur bær.