fimmtudagur, 26. maí 2005

Jæja fótbrotni fótboltakærastinn er kominn í göngugifs, bjart er í veðri og allt virðist líta betur út Nokkuð margir hafa skoðað íbúðina nú er bara að bíða og sjá. Í gær var ég svo að kanna íbúðir í þýskalandi, en ég verð eiginlega að vera með orðabók mér við hlið því ég var latur menntaskólanemandi, valdi frönsku og fékk frjálsa mætingu.

mánudagur, 23. maí 2005

Nú er ég búin að leggja litla krútt í rúmið, því familian átti fremur erfiða nótt. En hún var að afreka rétt áðan það að sitja alein á teppinu í nokkrar mínútur. Nú svo er hún farin að segja alls kyns nú hljóð, eitt af því er skrækt öskur þegar hún vill að maður taki sig upp. Og í stað þess að liggja kjur í rúminu áður en hún sofnar þá snýr hún sér í marga hringi þannig að ég þarf að rétta hana við nokkrum sinnum áður en hún sofnar. Já það er skrýtið að sjá svona lítinn persónuleika inn the making. Bara nokkrir mánuðir síðan að hún svaf bara mest allan daginn og ég þurfti að vekja hana til að gefa henni.

fimmtudagur, 19. maí 2005

'Eg er nú ekki mjög stressuð manneskja svona yfirleitt, en einstaka sinnum er eins og stressið komi aftan að mér. Þá er eins og stressið setjist á axlirnar og ég fæ líka tilheyrandi höfuðverk. mórallinn með þessu er að sleppa því að stressa sig yfir vandamálunum. Við erum sem sagt að setja íbúðina okkar á sölu.
Litla skinnið er búin að uppgötva lyklaborð situr hjá mér og vill helst skrifa þessa færslu fyrir mig.
en í gær tók hún þátt í fjölskyldumyndatöku við Holtagerðið, þar var la familia og 'Isold fékk heiðurinn af því að vera fyrsta langömmu/afa barnið á svæðinu. En mér tókst að vera elsta og lægsta barnabarnið, frekar ósanngjarnt að allir litlu krakkarnir semég passaði séu nú að minnsta kosti höfðinu hærri en ég.

laugardagur, 14. maí 2005

'Eg bjó til myndasíðu, er nú ekki búin að setja margar myndir aðallega úr færeyjarferðinni góðu.
'Eg vonast til að notast við þessa síðu þegar við flytjumst út og þá geta vinir og vandamenn fylgst með okkur og þá litla krúttinu.
En talandi um hana Ísold þá var hún algert yndi í morgun vaknaði ekki fyrr en kl 9 sem er lúxus(vaknaði reyndar í nótt líka) þá brosti hún sínu breiðasta og talaði voða mikið. Mér leið soldið eins og ég væri með tvö stykki málglaða Arnara í rúminu.
Nú er hún komin í kjól af Petrínu Rós ömmu sinni því í dag er 50 ára brúðkaupsafmæli afa og ömmu jibbí.

föstudagur, 6. maí 2005

Fréttir af uppáhalds manneskjunni minni. Ísold litla var bitin af Mysingi Bin Laden W. Bush og öskraði hún og grét í örruglega lengstu fimm mínútur lífs míns. Bitið var ekki til blóðs en samt fórum við mæðgur í 3 ættliði upp á barnaspítala. Þar var hún skoðuð og allt reyndist í lagi. Í dag er hún hress og kát en ég ennþá fremur hvekkt. Hann Mysingur hefur nú stundum sýnt okkur þennan skapgerðarbrest sinn þó hann sé oftast rólegur og spakur, en nú er ég orðin smeyk um litlu krúttabombuna sem mér finnst alls ekki nógu gott. En er hún nú búin að eignast ofsa fína talstöð/barnapíu kannski hjálpar það okkur í barráttu okkar við hryðjuverk.
Þetta hefur nú líka leitt hugann að því að bráðum þurfa Mysingur og Mandla að fá nýja eigendur því við erum að flytja af landi brott. Þetta er nú kannski ekki góð auglýsing fyrir hann Mysing en maður verður vera hreinskilinn.
Mysingur; Hvítur og Bleikbrúnn á litinn, soldið stór og voðalega fallegur. Hann er mikill útiköttur og hugsar vel um svæðið sitt. Hann rólegur og nokkuð þrjóskur en er ekki kelinn nema þegar það hentar honum þá kemur hann og byrjar á að troða marvaða á manni í langann tíma þar til hann sest. Hann er en sýnir þennan umtalaða skapgerðarbrest sinn ef hann fær ekki fiskinn sinn eða hefur átt slæman dag hér á "vesturbakkanum" þeirra katta. Mysingur hefur lent í ýmsu og á líklegast 6 og hálft líf eftir.
Mandla; Kolsvört, Smágerð dama með stór og falleg augu. Mandla er mun meiri inniköttur en gerir þarfir sínar úti. Hún er soldið fiðrildi og prakkari en er ofsalega kelin. Hún gerir líka mikið af því að finna sér dimma felustaði þar sem hún dvelur tímunum saman, þessi hegðan gerir það að verkum að hún getur opnað suma skápa og er almennt mjög úrræðagóð.
Já sumum gæti þótt það undarlegt að ég sé að auglýsa kettina mína svona til annara eigenda en svona er lífið seirt og kalt.
Vonandi vilja einhverjir taka þá að sér því mér þykir ofurvænt um þá og vill hag þeirra sem bestan (þó ég sé enn að jafna mig á honum Mysa)

mánudagur, 2. maí 2005


ísold í færeysku vöggunni Posted by Hello

Bækur í kassa, nú er ég í óða önn að pakka bókum mínum í kassa vegna tilvonandi flutnings til útlanda. Þetta er nokkuð undarleg tilfinning mér finnst eins og ég þurfi að kyssa hverja einustu bless því ég veit í raun ekki hversu langt er þangað til ég sé þær aftur.
Þó þetta séu aðeins efnislegir hlutir þykir mér ósköp vænt um þær, margar hverjar eru gjafir frá pabba sem auka enn á gildið.
annars er ég að æfa litla gríslinginn á að vera ein á teppinu að leika sér en nú er hún að verða brjáluð so see you later

Bækur í kassa, nú er ég í óða önn að pakka bókum mínum í kassa vegna tilvonandi flutnings til útlanda. Þetta er nokkuð undarleg tilfinning mér finnst eins og ég þurfi að kyssa hverja einustu bless því ég veit í raun ekki hversu langt er þangað til ég sé þær aftur.
Þó þetta séu aðeins efnislegir hlutir þykir mér ósköp vænt um þær, margar hverjar eru gjafir frá pabba sem auka enn á gildið.
annars er ég að æfa litla gríslinginn á að vera ein á teppinu að leika sér en nú er hún að verða brjáluð so see you later