laugardagur, 30. apríl 2005

'I gær fór ég í mjög skemmtilegt stelpupartý þar sem var talað heil ósköp ég saknaði soldið dansins og þá sérstaklega freestyledansins hennar Þorgerðar og Rassahristingsins hennar Tinnu. 'Eg var nú farin að síga ansi djúpt í sófann hennar Brynju af þreytu þegar Arnar hringdi, baunin mín var bandbrjáluð, þannig að ég henti mér heim í einum grænum og skellti henni á brjóstið. Það sem mér þykir undarlegt er að í hvert sinn sem ég heyri grátur barnsins hvort sem það er úr símanum eða þegar ég er á göngu með vagninn læðast að manni samviskupúkar og maður efast um hæfni sína sem foreldri yfirleitt þó næ ég að vekja skynsemina sem segir mér að þetta sé algjör vitleysa.
En annars er komið svo mikið sumar í mig að ég á orðið erfitt með mig, lítil fiðrildi í maganum gera mig eirðarlausari með hverjum deginum. Nú get ég ekki lengur huggað mig í sófanum með Aet og sjónvarp, ég hreinlega get ekki setið kjurr. Mig langar að klára allt óklárað eins og að pakka, mála, sauma, föndra en get ekki byrjað á neinu. Nei þetta gengur ekki verð að gera eitthvað gagnlegra.

miðvikudagur, 27. apríl 2005

Frjálsar Færeyjar

jæja þá er Ísold búin að fara til útlanda, ó já. Fjölskyldan brá sér til Færeyja. Ísold var nú ekkert að kippa sér upp við allan þvælingin. Lét sér líða vel í yndislega húsinu hennar Vonbjartar þar sem Ísold fékk að sofa í 80 ára gamallri trévöggu. Við keyrðum voðalega mikið eða fram og til baka af austurey yfir á straumey en þar er Þórshöfn. Það er margt líkt með okkur frændum en stundum finnst manni bara að tilveru færeyinga vanti afruglara til að vera " eðlileg". Um leið og við lentum blossaði mikil þjóðernistilfinning og hatur á kúgurunum. Það er ótrúlegt hvernig þessi kúgun virðist vera alls staðar, sem dæmi má nefna er lítið spilað af færeyskri tónlist í útvarpinu og ein besta hljómsveit þeirra; Pönkhljómsveitin 200, pönk með ofursvölum söngvara sem syngur í elvisstíl. Sú hljómsveit er lítið spiluð enda er þeir með Frjálsum Færeyjum. Þarna á sér stað menningarkúgun og ekki nóg með það heldur er börnum gert að læra ýmis fög á dönsku þó kennslubækur séu til á Færeysku...

mánudagur, 18. apríl 2005

'i gærkveldi brá ég mér á gamla góða hjólið í fyrsta sinn í marga mánuði eða eða síðan ég var komin 6 mánuði á leið. Og það var ósköp ljúft að svífa hér í vesturbænum með ferskan mótvind, nú svo var líka voðalega gott að komast í bíó en ég fór á Napoleon Dynamite. Sú mynd var stórskemmtileg í henni var skemmtilegasta og fyndnasta dansatriði ever made...jeij
En svo kom mánudagurinn grár og gugginn, ég verð að viðurkenna að skaphöfn mín fer óskaplega mikið eftir þessum ytri aðstæðum; veðurfar, birta og annað. Þó ég berjist á móti er ég soldið grá í skapinu í dag.
Litla ljósið mitt er nú að leika sér á teppinu og hlustar á bítlana( eitthvað sem gleddi poppfræðinginn mikla)

föstudagur, 15. apríl 2005

ég er nú svolítill hrakfallabálkur í þessu bloggi, skrifa færslur sem eyðast. Annars finnst mér þessi bloggtilraun ekkert vera að virka hjá mér. Veðrið er að sjálfsögðu að gera mig fremur þungbrúna. En nú rétt í þessu vaknaði litli gríslingur þannig að ég læt þetta vera gott í bili

laugardagur, 9. apríl 2005

það er nú soldið merkilegt að í hvert skipti sem ég ætla að skrifa í þetta blogg þá kemur eitthvað upp á til að hindra það. Þannig að líklegast er það guðleg forsjón.
En loksins á þessum hversdagslega laugardagsmorgni kemst ég inn á síðunna. Í gærkveldi fórum við Arnar út að borða og í Bíó, já yndislegt. Eins gaman það er að tchilla með Ísold þá þarf maður að komast út á lífið einstaka sinnum. Myndin sem var fyrir valinu var Mótórhjóladagbækur. Myndin fannst mér góð, reyndar leið mér eins og ég væri að fara í kvikmyndahús í fyrsta sinn og var ég því eins og lítið barn með augun uppglennt af spenningi og gleði. Til þess að auka á þetta var ég í sparifötunum alveg eins og þegar maður fór á leikhús í gamla daga. Litla stúlkan okkar er orðin ansi dugleg að fara að sofa á kvöldin þannig að kannski komumst við á fleiri myndir á þessari frábæru kvikmyndahátíð.
Þar fyrir utan fékk ég góðar fréttir pabbi var tilnefndur til þýðingaverðlauna fyrir Tadeuz.
'otrúlegt að maður geti verið svona hress á svona ótrúlega gráum morgni.