miðvikudagur, 30. mars 2005


ísold með fyrsta páskaeggið sitt, í páskadressinu Posted by Hello

föstudagur, 25. mars 2005

handritin og fischer heim

Fischer er komin heim og það er bara gott mál. Að setja manninn inn fyrir að tefla, mann sem hafði unnið heimsmeistaratitil fyrir þjóð sína. Stór orð sagði fréttin um ummæli Meistarans og skiljanlega búin að vera innilokaður í 9 mánuði með enga von um að komast út. Honum tókst að sjálfsögðu að eyðileggja alla okkar utanríkisstefnu sem hingað til hefur gengið út á að hlýða slefandi heimskingja frá Texas. Og já ég er sammála honum að það bandaríkin séu talin vera lýðræðisríki er náttúrulega bara hneisa þar sem á að ríkja málfrelsi, hum.
Spennan þegar hann var að koma var yfirþyrmandi, fékk hnút í magann og allt. Auk þess sem ég hef hitt sæma rokk að störfum og finnst mér hann vera snillingur.

fimmtudagur, 17. mars 2005


mæðgurnar með húfurnar hennar sólu Posted by Hello

afmælisbarn

ég held bara að það skemmtilegasta sem til er sé að eiga afmæli, jafnvel þó öll öfl séu að reyna gera daginn sem verstan. alla veganna fékk ég röndóttan bleikan bol frá mínum heitelskaða og dásamlegan sumarhatt. Nú svo er hún Ísold komin í bleikar smekkbuxur í tilefni dagsins, ég vildi eiginlega að það væri til svoleiðis fullorðins. Annars stefni ég á jarðaberjasjeik með kvöldmatnum
sem Tommi er búinn að auglýsa grimmt, ummmmm

miðvikudagur, 16. mars 2005

komin aftur

já er það ekki ljúft, endurlífgaði atvinnuleysisbloggið sem er nú fæðingarorlofsblogg en er að sjálfsögðu komin í barnalandsfílingin. Nú geta vinir mínir sem sagt fylgst með henni Ísold.
En aldrei að vita nema ég láti hálfkláraða skáldsögunna flakka í leiðinni.
Og svo á ég afmæli á morgun ég hreinlega get ekki beðið úha, ég hlakka svo til þeir sem vilja halda upp á það geta farið á dubliners og fengið sér einn dökkann og drukkið mína skál.

mánudagur, 14. mars 2005